24. janúar 2007

Umboðsmaður leigir listaverk eftir börn

Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.

Síðastliðin 10 ár hefur umboðsmaður barna skreytt veggi skrifstofu embættisins með myndlist eftir börn sem tekið hafa þátt í listasmiðjunni Gagn og gaman í Gerðubergi.
 
Föstudaginn 26. janúar kl. 15 munu Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna og Elísabet Þórisdóttir, framkvæmastjóri menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs undirrita fyrsta formlega samninginn um leigu á listaverkum sem börn hafa unnið í listasmiðjunni Gagn og gaman. Verkin sem um ræðir eru úr ýmsum myndaseríum sem unnar hafa verið á árunum 1988-2004.
 
Á næstunni verða listaverkin birt hér á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica