5. febrúar 2007

Ungt fólk 2006

Rannsóknina Ungt fólk 2006 - Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi er nú hægt að nálgast í útgáfuskrá á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.

Rannsóknina Ungt fólk 2006 - Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi er nú hægt að nálgast í útgáfuskrá á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.

Hér gefur að líta niðurstöður rannsóknar sem lögð var fyrir meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi vorið 2006.  Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um hagi og lífshætti ungmenna í 9. og 10. bekk settar fram með margvíslegum hætti.  Helstu áherslur eru á upplýsingar um samband nemenda við foreldra og vini, viðhorf nemenda til náms og skóla, upplýsingar um vinnu með námi, íþróttaiðkun og heilsufar, ásamt upplýsingum um tómstundir og frístundastarf.  Rannsóknin gefur mikilvægar upplýsingar um lífshætti ungs fólks í dag.

Rannsóknir og greining hefur um árabil stundað rannsóknir á högum og liðan ungmenna og unnið náið með menntamálaráðuneytinu að framkvæmd rannsóknanna Ungt fólk.    Sambærileg skýrsla, meðal nemenda í grunnskólum, var síðast gefin út árið 2003 en árið 2004 var gerð rannsókn meðal framhaldsskólanema að tilstuðlan ráðuneytisins. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica