Fréttir: mars 2013

Fyrirsagnalisti

20. mars 2013 : Hádegisrabb RannUng um þátttöku barna í hönnun útikennslusvæðis

Í hádegisrabbi RannUng fimmtudaginn 21.mars mun Anna Wahlström kynna meistararitgerð sína sem fjallar um hvernig grunnþættir menntunar í nýrri aðalnámskrá leikskóla endurspegluðust í verkefni sem var unnið með aðferðir Reggio Emilia og könnunaraðferðina.

18. mars 2013 : Kynferðisbrot gegn drengjum - Málþing

Málþing um kynferðisbrot gegn drengjum verður haldið 22. mars á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Barnahús og Háskólann á Akureyri.

8. mars 2013 : Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs - Morgunverðarfundur Náum áttum

Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 14. mars nk. Að þessu sinni er yfirskrift fundarins "Forvarnagildi íþrótta- og tómstundastarfs, hvað virkar og hvað virkar ekki?"

1. mars 2013 : Erlendir gestir á fundi ráðgjafarhópsins

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, sem samanstendur af ungmennum á aldrinum 13 - 18 ára, fundaði á skrifstofu embættisins í þessari viku. Á fundinum voru tvö ungmenni frá Ohio í Bandaríkjunum.

1. mars 2013 : Málþing um þjónustu- og meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og/eða tilfinningavanda

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls sem haldið verður 21. mars 2013 kl.12:30-16:30. Málþingið er ætlað aðstandendum barna með sérþarfir og öllum þeim sem láta sig velferð þeirra varða. Yfirskriftin er Hvað höfum við lært? Hvert stefnum við?

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica