Fréttir: október 2012

Fyrirsagnalisti

31. október 2012 : Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

29. október 2012 : Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins - verklagsreglur, þjóðarsáttmáli gegn einelti, fagráð gegn einelti og fleira.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti gaf út í október 2011 reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni er í fyrsta sinn sett sérstakt ákvæði um fagráð í eineltismálum sem formlega var sett á laggirnar í mars sl.

26. október 2012 : Áhrif BSSÞ á löggjöf, reglur og málsmeðferð við könnun barnaverndarmáls - Málstofa

Mánudaginn 29. október verður haldin málstofa um barnavernd. Yfirskriftin er Könnun barnaverndarmáls. Árhif ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins á löggjöf, reglur og málsmeðferð við könnun máls.

25. október 2012 : Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 155. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður með bréfi dags. 25. október 2012.

25. október 2012 : Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

24. október 2012 : Rannsóknir á slysum - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til innanríkisráðherra þar sem hann vekur athygli á mikilvægi skráningar og rannsókna þegar kemur að slysum á börnum.

24. október 2012 : Ráðstefna um breytingar á barnalögum

Hinn 8. nóv. munu innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd gangast fyrir ráðstefnu um nýju barnalögin, sem taka munu gildi 1. janúar 2013.

23. október 2012 : Frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um skráð trúfélög, 132. mál. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en var ekki afgreitt. Það er nú endurflutt óbreytt að undanskilinni 4. gr. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. okbóer 2012. Umsögnin er í raun ítrekun á umsögn umboðsmanns frá 23. mars 2012.

23. október 2012 : Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. Málið var sent til umsagnar á 138. og 139. þingi en nefndin lauk ekki umfjöllun um það en ákveðið var að gefa þeim aðilum, sem sendu athugasemdir þá, kost á að senda viðbótar umsögn um málið. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með bréfi dags. 23. október.
Síða 1 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica