Fréttir: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

24. febrúar 2012 : Málstofa um barnavernd

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn í Barnaverndarstofu, Borgartúni 26,  27. febrúar nk. kl. 12.15 - 13.15. Kynntar verða tvær MA rannsóknir á félagslegri stöðu og viðhorfum ungs fólks sem fengu þjónustu Barnaverndar Kópavogs.

22. febrúar 2012 : Allir krakkar velkomnir á öskudag

Í dag, öskudag, býður umboðsmaður barna öllum krökkum sem vilja koma og syngja upp á góðgæti. Við erum á Laugavegi 13, 2. hæð og það er gengið inn í húsið frá Smiðjustíg. Vonum að sjá sem flesta.

17. febrúar 2012 : Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum

Í tölvupósti frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu, dags. 3. febrúar 2012, gafst umboðsmanni barna kostur á að koma með athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, með síðari breytingum. Athugasemdir sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 17. febrúar 2012.

16. febrúar 2012 : Góðverk dagsins

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á því að dagana 20. – 24. febrúar nk. verða Góðverkadagar haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“.

14. febrúar 2012 : Lýðræði í leikskólastarfi - Verkefni og vinnulag

Á vefsíðu umboðsmanns barna hafa nú verið birtar upplýsingar um lýðræðisstarf í leikskólum og verkefni sem styðja við hugmyndina um börn sem borgara í mótun og þátttakendur í lýðræði. Það er von umboðsmanns að þeir sem starfa með börnum og hafa áhuga á að efla lýðræðisstarf og kynna sér nýjar hugmyndir eða vinnubrögð geti skoðað hugmyndabankann á vef umboðsmanns og e.t.v. fundið verkefni eða hugmynd sem hentar þeirra starfsemi.

13. febrúar 2012 : Ábendingar barnaréttarnefndar SÞ - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi „Náum áttum" miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl. 8:15-10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Fjallað verður um ábendingar barnaréttanefndar Sameinuðuþjóðanna og viðbrögð yfirvalda við þeim.

3. febrúar 2012 : Dagur leikskólans 6. febrúar

Mánudaginn 6. febrúar  verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í fimmta sinn.

2. febrúar 2012 : Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands (RBF) hefur gefið út rit um rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnavernd. Ritið heitir "Það kemur alveg nýtt look á fólk" Rannsókn á gerð áætlana um meðferð máls í barnaverndarstarfi og er eftir Anni Haugen.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica