Fréttir: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

31. janúar 2011 : Kynningarbæklingur á ensku: The Ombudsman for Children in Iceland

Umboðsmaður barna hefur gefið út kynningarbækling um embættið á ensku.

31. janúar 2011 : Auglýsing frá barnamenningarsjóði

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur verið birt auglýsing frá barnamenningarsjóði.

28. janúar 2011 : Niðurskurður í leik- og grunnskólum landsins

Umboðsmanni barna hafa borist þó nokkrar ábendingar um niðurskurð í leik- og grunnskólum landsins. Dæmi um niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað er fækkun í starfsliði, sameining bekkja og niðurfelling námskeiða.

28. janúar 2011 : Árið 2010 tileinkað börnum í Reykjavík - Upplýsingar frá Reykjavíkurborg

Í byrjun árs 2010 tileinkaði borgarstjórn Reykjavíkur árið 2010 velferð barna. Í desember sama ár óskaði umboðsmaður barna eftir upplýsingum um þær aðgerðir sem gripið hafi verið til, til að tryggja velferð barna í borginni. Nú hefur svarbréf borist og er það birt hér.

21. janúar 2011 : Bann við auglýsingum í barnatímum ekki brot gegn tjáningarfrelsi

Í sameiginlegri umsögn sinni andmæla talsmaður neytenda og umboðsmaður barna því sjónarmiði ýmissa hagsmunaaðila að fjölmiðlafrumvarp feli í sér brot gegn tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.

19. janúar 2011 : Leiðbeiningar um neytendavernd barna endurskoðaðar

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda endurskoða í haust leiðbeinandi reglur um mörk við markaðssókn gagnvart börnum en þá verða liðin 2 1/2 ár frá gildistöku þeirra auk þess sem væntanleg lög um fjölmiðla hafa áhrif á inntak reglnanna.

18. janúar 2011 : Umsögn um ákvæði um börn og auglýsingar í frumvarpi til laga um fjölmiðla, 198. mál.

Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna sendu umsögn um ákvæði um börn og auglýsingar í frumvarpi til laga um fjölmiðla, 198. mál.

17. janúar 2011 : Styrkur til barnamenningarstarfs

Umboðsmaður barna vekur athygli á styrk Norræna menningarsjóðsins og eru eyrnamerktur barnamenningu 2013-2014.

12. janúar 2011 : Málstofa um barnavernd 31. janúar

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. janúar kl. 12:15- 13:15. Yfirskriftin er Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010 - málsmeðferðarreglur.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica