19. janúar 2011

Leiðbeiningar um neytendavernd barna endurskoðaðar

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda endurskoða í haust leiðbeinandi reglur um mörk við markaðssókn gagnvart börnum en þá verða liðin 2 1/2 ár frá gildistöku þeirra auk þess sem væntanleg lög um fjölmiðla hafa áhrif á inntak reglnanna.

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda endurskoða í haust leiðbeinandi reglur um mörk við markaðssókn gagnvart börnum en þá verða liðin 2 1/2 ár frá gildistöku þeirra auk þess sem væntanleg lög um fjölmiðla hafa áhrif á inntak reglnanna.

Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa ákveðið að hefja um miðjan september nk. endurskoðun á leiðbeinandi reglum sem settar voru fyrir tveimur árum og tóku gildi 15. mars 2009 á alþjóðadegi neytenda.

Leiðbeiningarreglurnar voru settar eftir um 3ja ára samráð þessara embætta við um 100 aðila sem höfðu hagsmuna að gæta eða láta sig varða málefni barna og hagsmuni og réttindi neytenda.

Endurtekið samráð að fenginni reynslu
Sömu aðilum - auk almennings - verður gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum um hvað betur megi fara í leiðbeinandi reglum um neytendavernd barna - og eftir atvikum í öðrum reglum og framkvæmd. Getur það bæði átt við atriði sem kann að vera ofaukið og það sem talið er vanta auk annarra athugasemda. Áhugasömum - svo sem foreldrum, börnum og öðrum neytendum - er sem endranær velkomið að senda ábendingar um leiðbeiningarreglurnar eða vandamál varðandi börn sem neytendur til talsmanns neytenda eða umboðsmanns barna.

Við endurskoðunina nk. haust verður einnig höfð hliðsjón af reynslu af leiðbeiningunum undanfarin 2 ár auk þess sem búast má við að þá verði búið að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp menntamálaráðherra til laga um fjölmiðla sem talsmaður neytenda og umboðsmaður barna gefa sameiginlega umsögn um.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica