Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

Sjá nánar

Netnotkun barna og unglinga

Í nýrri könnun á netnotkun barna á aldrinum níu til sextán ára sögðust 77% þeirra vera í leikjum á netinu þegar þau voru spurð að því hvað þau gerðu helst á netinu.

Sjá nánar

KOMPÁS - handbók í mannréttindafræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Námsgagnastofnun látið þýða á íslensku bókina KOMPÁS. Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs.

Sjá nánar

Bók fyrir skilnaðarbörn

Umboðsmaður barna vill benda á nýlega bók sem fjallar um skilnað foreldra og áhrif hans á barn þeirra. Bókin er ætluð sem stuðningsrit fyrir skilnaðarbörn.

Sjá nánar

Breytingar á fæðingarorlofi

Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af fyrirhugaðri breytingu á fæðingarorlofi, þ.e. skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku hluta orlofsins um þrjú ár.

Sjá nánar

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Í dag standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn.

Sjá nánar

Hagsmunasamtök foreldra

Vegna athugasemda sem umboðsmanni barna hafa borist um viðtal við starfsmann embættisins í fréttum stöðvar 2 miðvikudaginn 18. nóvember er rétt að koma því á framfæri að hvorki umboðsmaður barna né starfsmenn hans tengjast félagi forsjárforeldra eða öðrum hagsmunasamtökum foreldra.

Sjá nánar

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Í dag standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn.

Sjá nánar

Viðurkenning Barnaheilla

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi veittu í dag á 20 ára afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Ágústi Ólafi Ágústssyni viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Sjá nánar

Nýtt rit NORDBUK um lýðræðisþátttöku barna

Í tengslum við 20 ára afmæli Barnasáttmálans hefur Norræna barna- og æskulýðsnefndin (NORDBUK) gefið út rit sem hefur að geyma 23 greinar um lýðræðisþátttöku barna og ungmenna á Norðurlöndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Sjá nánar

Æska Íslands! Til hamingju með daginn

Í dag eru 20 ár liðin frá því að allsherjarnefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti Barnasáttmálann. Af því tilefni gefur umboðsmaður barna út bók sem er afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi?"

Sjá nánar

Ungmennaráð safna hetjum

Ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og UNICEF safna hvunndagshetjum til stuðnings ályktunar ráðanna um velferð íslenskra barna.

Sjá nánar

Ungmennaráð funda með allsherjarnefnd Alþingis

Meðlimir úr ungmennaráðum umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) funduðu í morgun, 17. nóvember, með allsherjarnefnd um þátttöku og áhrif barna og ungs fólks í íslensku samfélagi.

Sjá nánar

Könnun um skólaráð

Til að kanna hvernig grunnskólum landsins miðar í þeirri vinnu að koma á formlegu nemendalýðræði sendi umboðsmaður barna öllum grunnskólum landsins spurningalista í sumar.

Sjá nánar

Ungmennaráðin vekja athygli á Barnasáttmálanum í Kringlunni

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims, verður 20 ára föstudaginn 20. nóvember. Í tilefni þess hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Barnaheilla og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sameinað krafta sína en þau munu halda mikilvægi sáttmálans á lofti með fjölbreyttum hætti í afmælisvikunni.

Sjá nánar

Barnasáttmálinn 20 ára - dagskrá afmælisviku

Barnasáttmálinn verður 20 ára þann 20. nóvember. Af því tilefni hafa ungmennaráð umboðsmanns barna, Unicef og Barnaheilla fundað og ákveðið að halda upp á afmælisvikuna 15. til 20. nóvember. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

Sjá nánar

Ráðstefna um skóla án aðgreiningar

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu um skólastefnuna skóli án aðgreiningar sem haldin verður fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.15–16.30. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsalnum Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Um lánveitingar til barna

Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr fyrir tveimur árum vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda (sýslumanns) og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar

Mega börn taka lán?

Vegna umræðu um lánveitingar Glitnis til barna frá eins árs aldri vill umboðsmaður barna árétta að lánveitingar til barna eru ekki heimilar nema að fengnu leyfi yfirlögráðanda og þá aðeins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Sjá nánar

Barnaheill opna Heyrumst.is

Barnaheill hafa opnað barna- og unglingavefinn heyrumst.is. Heyrumst.is gerir börnum og unglingum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri, og þar geta þau einnig sótt stuðning og upplýsingar á þeirra forsendum.

Sjá nánar

Átak gegn einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki Heimilis og skóla en samtökin ætla að standa fyrir átaki gegn einelti skólaárið 2009 til 2010.

Sjá nánar

Opið málþing: Barnvænt samfélag

Samtök atvinnulífsins, Félag leikskólakennara og Heimili og skóli efna til opins málþings um barnvænt samfélag þriðjudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið fer fram í Gullteig og stendur frá kl. 8-11. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum.

Sjá nánar

Ungt fólk 2009

Samkvæmt rannsókninni Ungt fólk 2009 sem gerð er á vegum menntamálaráðuneytisins líður íslenskum börnum betur í dag en í góðærinu fyrir þremur árum. Skýrslan byggist á umfangsmiklum spurningalistum sem lagðir voru fyrir grunnskólanemendur í febrúar 2009. Svörunin er yfir 85 prósent.

Sjá nánar

Sáttaumleitan hjá sýslumannsembættum

 Í lok sumars bárust umboðsmanni barna ábendingar um það að sáttaumleitan fyrir aðila forsjár, umgengnis- og dagsektarmála væri ekki í boði hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

Sjá nánar

Morgunverðarfundur: Kannabis - umfang og afleiðingar

„Náum áttum" í samstarfi við „VIKU 43 - vímuvarnaviku 2009" stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 20. október nk. kl. 8:15-10:00 á Grand hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er að þessu sinni: „Kannabis - umfang og afleiðingar".

Sjá nánar

Viltu lesa fyrir mig?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á bæklingi íslenska lestrarfélagsins um mikilvægi þess að foreldrar og þeir sem annast börn lesi fyrir þau.

Sjá nánar

Hljóðvist í leik- og grunnskólum - erindi

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum var haldin 25. september sl. Með hljóðvist er átt við ómtíma og hljóðstig í umhverfi, t.d. í kennslustofu. Hljóðvist skiptir máli fyrir hlustunarskilyrði og upplifun fólks á hljóðum í umhverfinu. Hávaði í umhverfi barna hefur áhrif á heilsu þeirra, líðan og einbeitingu.

Sjá nánar

Forvarnardagurinn er á morgun

Forvarnardagur 2009 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins á morgun, miðvikudaginn 30. september. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Hlutverk umsjónarkennara í grunnskólum

Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.

Sjá nánar

Vilt þú vera með í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna?

Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum frá börnum 13 – 17 ára til að starfa í ráðgjafarhópi sínum.  Hlutverk ráðgjafarhóps umboðsmanns barna er að veita umboðsmanni ráðgjöf í málefnum líðandi stundar sem og að koma með athugasemdir um þau mál sem brenna á börnum og ungmennum hverju sinni. 

Sjá nánar

Málstofur á Barnaverndarstofu

Barnavernd Reykjavíkur, Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Barnaverndarstofa munu á komandi hausti halda áfram með samstarf um málstofur einu sinni í mánuði.

Sjá nánar

Hvað er skólaráð?

Skylt er að starfrækja skólaráð við hvern grunnskóla og hefur það mikilvægu hlutverki að gegna sem samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólastjóri ber ábyrgð á stofnun skólaráðs og stýrir starfi þess.

Sjá nánar

Endurskoðuð handbók um ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur gefið út handbókina Ung- og smábarnavernd - Leiðbeiningar um heilsuvernd barna 0-5 ára (endurskoðaða). Handbókin er ætluð fagfólki en er einnig mjög gagnleg fyrir foreldra ungra barna.

Sjá nánar

Breytingar á ung- og smábarnavernd

Landlæknisembættið hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag á skoðunum í ung- og smábarnavernd. Í stað skoðana við 3½ og 5 ára aldur verða þær gerðar við 2½ og 4 ára aldur barnsins.

Sjá nánar

Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Sjá nánar

Opið hús á menningarnótt

Umboðsmaður barna var með opið hús á Menningarnótt.  fjöldi fólks mætti og naut veitingar og fjölbreyttra tónlistaratriða.  Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi var sett upp að þessu tilefni og stendur hún uppi í nokkurn tíma til viðbótar.  Allir eru velkomnir til að koma hingað á Laugaveginn og skoða og þá þá sérstaklega börn.

Sjá nánar

Heimsókn á leikskólann Sæborg

Uboðsmaður barna, Margrét María og starfsmaður umboðsmanns, Eðvald Einar, heimsóttu leikskólann Sæborg í dag. Auður Ævarsdóttir, aðstoðar leikskólastjóri tók á móti þeim og kynnti þau verkefni sem Sæborg hefur verið að vinna að og hvernig raddir þeirra leiksólabarna fá aukið vægi við ýmsar ákvörðunartökur er varða þau sjálf.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða!

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.

Í júní 2008 hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

Sýningu lokið í Gerðubergi

Sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi lauk formlega þann 28. júní sl.  Ætla má að hátt í þúsund manns hafi skoðað sýninguna á þeim tíma sem hún stóð uppi.

Sjá nánar

Hvað ætlar fjölskyldan að gera í sumar?

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu - og forvarnarmál boðar til morgunverðarfundar miðvikudaginn 27. maí kl. 8.15 til 10.00. Fundurinn er haldinn á Grand hótel. Þátttökugjald er kr. 1.500 sem þarf að staðgreiða og er morgunmatur innifalinn í þátttökugjaldi.

Sjá nánar

Dagur barnsins á Egilsstöðum

Á Egilsstöðum veður haldin sérstök dagskrá í tilefni að degi barnsins og veður m.a. opnuð sýning þar sem hægt er að skoða afrakstur verkefnisins „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

Sjá nánar

Dagur barnsins 24. maí

Haldið verður upp á dag barnsins 24. maí næstkomandi í annað sinn á Íslandi en ríkisstjórn Íslands ákvað í fyrra að dagur barnsins skyldi haldinn hátíðlegur ár hvert. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á börnum í samfélaginu, leyfa röddum þeirra að hljóma, koma málefnum barna á framfæri og styrkja samveru barna og fullorðinna.

Sjá nánar

Skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag 22. maí

Vegna opnunar á sýningunni „Hvernig er að vera barn á Íslandi“ verður skrifstofa umboðsmanns barna lokuð í dag frá kl. 12.00. Sýningin sem er á vegum umboðsmanns barna verður opnuð í Gerðubergi í dag, 22, maí kl. 14.00.

Sjá nánar

Hvernig er að vera barn á Íslandi?

Hátt í þrjúþúsund grunn- og leikskólanemendur í fjörutíu skólum hafa í vetur tekið þátt í verkefni umboðsmanns barna þar sem þau tjá sig í myndrænu og rituðu máli hvernig það er að vera barn á Íslandi. Markmið þessa verkefnis er að heyra raddir barna og gefa þeim tækifæri á að tjá sig með þeim hætti sem þeim hentar.

Sjá nánar

Tannheilsa barna

Umboðsmanni barna berast reglulega erindi vegna hrakandi tannheilsu barna á Íslandi og hefur ítrekað vakið athygli á þessu vandamáli.

Sjá nánar

Umræða um fækkun kennsludaga í grunnskólum

Umboðsmaður barna hefur ritað menntamálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf vegna umræðu um fækkun kennsludaga í grunnskólum. Í bréfi sínu ítrekar umboðsmaður að börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagashópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

Sjá nánar

SAFT UNGMENNARÁÐ

SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.

Ungmennaráðið samanstendur að krökkum á aldrinum 12 - 18 ára sem koma alls staðar að af landinu.

Sjá nánar

Ókeypis námskeið fyrir foreldra

Rauðakrosshúsið býður upp á ókeypis námskeið fyrir foreldra dagana 30. apríl, 7.  og 14. maí næstkomandi. Námskeiðið ber yfirskriftina „Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar“ . Meðal efnis  á námskeiðinu eru þættir eins og gildi markmiðssetningar í uppeldi og hvernig fordæmi foreldra og annarra getur ýmist kennt börnum æskilega og eða óæskilega hluti.

Sjá nánar

Dagur barnsins 24. maí

Í tilefni að degi barnsins, sem að þessu sinni ber upp á 24. maí nk., mun umboðsmaður barna standa fyrir sýningu á verkum barna sem tekið hafa þátt í verkefninu „Hvernig er að vera barn á Íslandi“.

Sjá nánar

Nýjar tillögur um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðum

Nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra, stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Nefndin leggur m.a. til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna.

Sjá nánar

Breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002

Alþingi hefur nýlega samþykkt breytingar á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og er nú kveðið berum orðum á um að óheimilt sé að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum. Lögunum er ætlað að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 22. janúar 2009 í máli nr. 506/2008, þar sem því var slegið föstu að það gæti verið réttlætanlegt að flengja börn.

Sjá nánar

Skaðabótaábyrgð barna

Málstofa um Skaðabótaábyrgð barna verður haldinn 17. apríl nk. kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101.

Skaðabótaábyrgð barna hefur verið til umræðu í samfélaginu síðustu misseri. Af því tilefni hafa lagadeild Háskóla Íslands og umboðsmaður barna ákveðið að efna til málstofu um efnið.

Sjá nánar

Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga nokkrar helgar í apríl og maí. Í tilkynningu frá þesum aðilum segir að fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafi breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum.

Sjá nánar

Leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

Sjá nánar

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð

Umboðsmaður barna fagnar nýrri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um velferð sem miðar m.a. að því að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Við þær aðstæður sem nú eru uppi er sérstaklega mikilvægt að huga að velferð barna og tryggja að öruggt velferðarnet sé til staðar til að koma í veg fyrir að afleiðingar efnahagsástandsins hafi áhrif á líðan þeirra og þroska. Börn eru viðkvæmur samfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og verður að fylgjast náið með líðan þeirra jafnt heima sem í skóla.

Sjá nánar

Norrænt hollustumerki

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fylgja nú eftir leiðbeiningum um aukna neytendavernd barna með tillögu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hann ákveði að tekið verði upp valfrjálst hollustumerki að sænskri fyrirmynd eins og Danir og Norðmenn hafa nýverið gert.

Sjá nánar

Málþing um foreldrasamstarf

RannUng, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna, efnir til málþings um foreldrasamstarf fimmtudaginn 26. mars nk. kl. 12:30 - 16:30. Málþingið er haldið í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, Bratta.

Sjá nánar

Ofbeldi og slys á börnum

Lýðheilsustöð og Slysavarnarráð efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. mars nk. á Grand hótel Reykjavík. Efni fundarins er ofbeldi og slys á börnum.

Sjá nánar

Velferð barna í fyrirrúmi

Í grein í Morgunblaðinu í dag vekur umboðsmaður barna athygli á mikilvægi þess að tryggja velferð barna í því efnahagsástandi  sem nú ríkir. Börn og ungmenni eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna.

Sjá nánar

Heimsókn ungmenna

Í gær komu ungmenni úr unglingasmiðjunni Stíg í heimsókn til umboðsmanns barna. Krakkarnir fengu kynningu á embættinu og störfum umboðsmanns barna og hvaða hlutverki hún gegnir fyrir börn.

Sjá nánar

Velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði.

Sjá nánar

Raddir barna - heimsókn frá leikskólanum Fálkaborg

Umboðsmaður barna fékk góða heimsókn í morgun frá 5 ára börnum sem öll eru á leikskólanum Fálkaborg. Þau Elín, Guðrún Ýr, Hafsteinn Ernir, Sigurlaug Birna, Katrín Skuld, Friðrik Örn, Daníel og Skúli Örn hafa öll tekið þátt í verkefni á vegum umboðsmanns barna um „Raddir barna“ sem tekur m.a. til þess hvernig er að vera barn á Íslandi. Er leikskólinn Fálkaborg einn af fjölmörgum leikskólum sem taka þátt í verkefninu en auk leikskóla,sem eru u.þ.b. 20 hafa rúmlega 20 grunnskólar skráð sig til þátttöku.

Sjá nánar

Börn mótmæla reykingum

Þegar umboðsmanni barna var litið út um gluggann síðastliðinn miðvikudag sá hún nokkur vösk börn með mótmælapjöld sem hrópuðu hástöfum „Reykingar drepa!“.  Að sjálfsögðu fóru starfsmenn umboðsmanns barna út og tóku myndir af mótmælunum. 

Sjá nánar

Heimsókn ÓB ráðgjafar

Þeir Ólafur Grétar Gunnarsson og Bjarni Þórarinsson hjá ÓB ráðgjöfum heimsóttu umboðsmann barna þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Kynntu þeir m.a. námskeiðið „Barnið komið heim“ sem er ætlað verðandi foreldrum og foreldrum barna á fyrsta ári fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins – Að ala upp barn.

Sjá nánar

Vel heppnað ungmennaþing á Akureyri

Ungmennaþing sem haldið var á Akureyri dagana 4. og 5. mars sl. var afar vel heppnað. Þingið sótti ungt fólk frá öllu landinu á aldrinum 13 til 30 ára auk annarra gesta. Viðfangsefni ungmennaþingsins var „hvort ungmennaráðin séu gjallhorn ungs fólks?“ Í stuttu máli má segja að ungu fólki þykir ungmennaráðin og vettvangur þeirra vera mjög mikilvægur vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Sjá nánar

Ungt fólk og lýðræði

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefst á Hótel KEA á Akureyri í dag 4. mars og stendur yfir í tvo daga. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir fólk á aldrinum 13-30 ára sem er að stíga sín fyrstu skref sem fulltrúar í ungmennaráðum um land allt.

Sjá nánar

Mætir þjónustan þínum þörfum?

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra boðar til opins fundar um þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar í nútíð og framtíð, miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00 - 18:30.  Markmið fundarins er að kynna fyrirhugaðar áherslubreytingar í þjónustu Æfingarmiðstöðvarinnar og ræða hugmyndir um hvaða leiðir eru færar til að auka hlut notenda í mótun og þróun þjónustu.

Sjá nánar

Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

Sjá nánar

Heimsdagur barna í fjölmiðlum

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mælist til þes að fjölmiðlar helgi 1. mars röddum barna og ungmenna. Sem dæmi má nefna að Rás 1 verður með fjölbreytta dagskrá 1. mars sem hefst kl. 08.05 á Ársól, ljóð og bernska og í framhaldinu eru ýmsir fleiri þættir þar sem raddir barna koma fram.

Sjá nánar

Á öskudaginn.

Í dag, á öskudaginn, hafa börn í mismunandi búningi komið í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin hafa sungið og fengið verðlaun fyrir. Á Laugaveginum, þar sem skrifstofa umboðsmanns barna er til húsa, hefur mátt sjá nornir, sjóræningja, prinsessur, Línu Langsokk og fleiri og fleiri sögufrægar persónur hlaupa á milli búða til að fá að syngja og þiggja smá góðgæti.

Sjá nánar

Ráðstefnan: Mótun stefnu um nám alla ævi.

Ráðstefnan Mótun stefnu um nám alla ævi verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 9-17. Er hún liður í þátttöku menntamálaráðuneytis í verkefnum á vegum Evrópusambandsins um umbætur í menntakerfum Evrópu til ársins 2010.

Sjá nánar

Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn

Mentor, nemendafélag félagsráðgjafanema við Háskóla Íslands, í samstarfi við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands heldur sitt árlega málþing sem nú ber yfirskriftina ÁHRIF EFNAHAGSÞRENGINGA Á FJÖLSKYLDUR MEÐ BÖRN.    Málþingið verður haldið á Háskólatorgi, stofu 105, miðvikudaginn  25. febrúar kl. 13.30 - 15.30 og er öllum opið.

 

Sjá nánar

Átaksvika 1717 gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Sjá nánar

Reglugerð um skólaráð við grunnskóla

Menntamálaráðherra hefur nýlega gefið út nýja reglugerð um skólaráð við grunnskóla, nr. 1157/2008. Reglugerðin er sett á grundvelli 3. mgr. 8. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 og er fjallað meðal annars um hlutverk og skipan skólaráðs sem og verkefni ráðsins.

Sjá nánar

112 dagurinn - öryggi barna og ungmenna

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, er haldinn um allt land í dag. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður börnum og ungmennum og verður lögð áhersla á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið ef eitthvað bjátar á.

Sjá nánar

Heimsókn nema í félagsráðgjöf

Síðastliðinn föstudag heimsóttu um 40 nemar í félagsráðgjöf embætti umboðsmanns barna. Nemarnir eru á öðru og þriðja ári í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og var þessi heimsókn einn liður í námi þeirra en nemarnir kynna sér m.a. stofnanir og embætti á vegum hins opinbera. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, tók á móti nemunum og kynnti embættið og helstu verkefni þess.

Sjá nánar

Dagur leikskólans 6. febrúar 2009

Dagur leikskólans – 6. febrúar er nú haldinn í annað sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.

Sjá nánar

Málþing um rafrænt einelti - 10. febrúar

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15. Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingarform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis.

Sjá nánar

Leiðbeiningar um aukna neytendavernd barna gefin út

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda hafa  gefið út ítarlegar leiðbeiningarreglur um aukna neytendavernd barna þar sem leitast er við að finna gott jafnvægi varðandi mörk við markaðssókn fyrirtækja gagnvart börnum og unglingum.

Sjá nánar

Umboðsmaður barna gagnrýnir dóm Hæstaréttar

Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, hefur ritað dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu, bréf þar sem gagnrýndur er dómur Hæstaréttar í máli nr. 506/2008. Í málinu var X m.a. ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl) og gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fyrir að hafa rassskellt tvö börn þá 6 ára og 4 ára.

Sjá nánar

Stöndum við vörð um velferð barna?

Miðvikudaginn 28. janúar nk. kl. 8.15 til 10.00 heldur samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM fræðslufund undir yfirskriftinni „Stöndum við vörð um velferð barna?“
á Grand hótel í Reykjavík.

Sjá nánar

Raddir barna - ráðgjafahópur

Umboðsmaður barna hefur komið á fót ráðgjafahóp ungmenna á aldrinum 14 til 16 ára sem hefur það hlutverk að vera ráðgjafandi aðili fyrir embættið um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi. Þannig geta börn og ungmenni látið skoðanir sínar í ljós og haft bein áhrif á störf umboðsmanns.

Sjá nánar

Kennsluefni um ábyrga og jákvæða netnotkun

SAFT  - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, og Myndstef  hafa gefið út DVD disk með kennsluefni og myndefni um ábyrga og jákvæða netnotkun ásamt kennsluleiðbeiningum. Disknum hefur verið dreift í alla grunnskóla landsins.

Sjá nánar

Börn sem þátttakendur í pólitísku starfi

Vandasamt er að svara því með algildum hætti hvenær börn mega taka þátt í pólitísku starfi og mótmælum. Nauðsynlegt er að meta það út frá aðstæðum hverju sinni sem og aldri og þroska barnsins. Ávallt þarf að hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi og gæta þess að velferð þeirra sé tryggð.

Sjá nánar

Áfram örugg netnotkun

SAFT undirritaði í nýlega samning til næstu tveggja ára um áframhaldandi stuðning ESB við vakningarátaksverkefni um örugga og jákvæða notkun netsins og tengdra miðla. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun.

Sjá nánar