16. desember 2009

Nýr vefur um heilsu: 6h

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum og vönduðum heilsuvef, www.6h.is,  sem opnaður var nýlega.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum og vönduðum heilsuvef sem opnaður var nýlega. Slóðin er www.6h.is.

Fræðsla um heilsu og þætti er tengjast henni er einn af mikilvægustu þáttum í heilsuvernd barna. Heilsuvefurinn www.6H.is  er samstarfsverkefni Miðstöðvar heilsuverndar barna hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lýðheilsustöðvar, Barnaspítala Hringsins og Landlæknisembættisins.

Markmið með þessum heilsuvef er að útvega áreiðanlegar upplýsingar frá fagfólki um heilsutengda þætti fyrir börn, unglinga og foreldra.

Sex hugtök sem byrja öll á H mynda umgjörð 6H heilsunnar þetta eru hugtökin: hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti.

Sjöunda hugtakið sem er kynþroski hefur síðan skírskotun til tölustafsins 6. Að lokum eru slysavarnir og neytendaheilsa efnisflokkar sem ganga þvert á hina sjö efnisflokkana.  Við gerð fræðsluefnisins voru eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi:

•Börnin átti sig á ákveðinni heildarmynd heilbrigðs lífsstíls:  6H heilsunnar
•Skýr markmið sett fram með hverri fræðslu.
•Áhersla á jákvæðar og styrkjandi leiðbeiningar.
•Áhersla á gagnvirkan vef.
•Áhersla á að þjóna hverjum markhópi fyrir sig, þ,e, börnum, unglingum og foreldrum.

Ritnefnd 6h verkefnisins:
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, deildarstjóri barnadeildar á Kvenna- og barnasviði Landspítala v/Hringbraut
Helga Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni Mjódd
Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð
Margrét Héðinsdóttir, settur sviðstjóri skólasviðs á þróunarstofu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri fræðslumála á Lýðheilsustöð


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica