10. desember 2009

KOMPÁS - handbók í mannréttindafræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Námsgagnastofnun látið þýða á íslensku bókina KOMPÁS. Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Námsgagnastofnun látið þýða á íslensku bókina KOMPÁS, en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002.

Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum.

Í handbókinni er að finna raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi. Áhersla er á markmið sem snúa að þekkingu og skilningi, færni, viðhorfum og gildum.

KOMPÁS er nú til á 28 tungumálum og eru flestar útgáfurnar aðgengilegar á vefnum, sem þýðir að þegar unnið er í fjölþjóðlegu samhengi á íslenskum vettvangi getur hver þátttakandi fengið verkefnin á sínu tungumáli. Hér er því á ferðinni verkfæri sem nýtist öllum þeim sem vilja efla vitund um mannréttindi og er fólk hvatt til að kynna sér efni bókarinnar frekar.

Slóðin er http://www.nams.is/kompas/.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica