Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Góð mæting á opið hús hjá umboðsmanni barna

Í dag var opið hús hjá umboðsmanni barna þar sem gestir þáðu heitt súkkulaði og smákökur. Stór hópur barna frá leikskólanum Laufásborg sungu jólalög og nemendur úr 10. bekk Austurbæjarskóla fluttu frumsamin ljóð. Var þeim vel fagnað af gestum og kann umboðsmaður barna þeim bestu þakkir.

Sjá nánar

Opið hús hjá umboðsmanni barna

Fimmtudaginn 18. desember nk. verður opið hús hjá umboðsmanni barna frá kl. 10 - 12. Börn frá leikskólanum Laufásborg syngja jólalög og nemendur frá Austurbæjarskóla flytja frumsamin ljóð. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Sjá nánar

Röddin á símsvara skrifstofu umboðsmanns barna

Umboðsmaður barna leggur ríka áherslu á að börn og fullorðnir geti ávallt haft samband við skrifstofuna. Nýlega var símakerfið endurnýjað á skrifstofunni sem og nýr símsvari sem hægt er að lesa inn á skilaboð ef skrifstofan er lokuð.

Sjá nánar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Spurningakeppni meðal grunnskólanema í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum. SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009.

Sjá nánar

Neytendavernd barna

Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda birta nú til umsagnar næstu þrjár vikur lokadrög leiðbeininga um aukna neytendavernd barna sem unnið hefur verið að í víðtæku samráði við hagsmunaaðila í nær þrjú ár.

Sjá nánar

Alþjóðlegur dagur fatlaðra

Í dag, 3. desember, er alþjóðlegur dagur fatlaðra. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, nánar til tekið í 23. gr., er fjallað um réttindi barna með fötlun og skyldur aðildarríkjanna til að tryggja börnum með fötlun réttindi sín án mismununar af nokkru tagi

Sjá nánar

Skólinn - Samfélagið

Samstarfshópur á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Landlæknisembættisins hefur komið saman til að ræða hvernig best megi koma til móts við kennara og annað starfsfólk skóla sem er að takast á við það alvarlega efnahagsástand sem blasir við íslenskum fjölskyldum.

Sjá nánar