Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

ALÞJÓÐLEGUR DAGUR GEGN OFBELDI Á BÖRNUM 20. OKTÓBER 2008

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi s.s. líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu.  Börn verða fyrir margvíslegu ofbeldi á heimili sínu, í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er jafnvel réttlætt af yfirvöldum, sem tæki til ögunar og uppeldis.

Sjá nánar

Fjölskyldan og samvera

Jákvæð samvera með fjölskyldunni skapar börnum öryggi. Þá hafa rannsóknir sýnt að jákvæð samvera foreldra og barna hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni.

Sjá nánar

Hugum að velferð barna

Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.

Sjá nánar

Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum

Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Jafnréttisstofa, Reykjavíkurborg, Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Mosfellsbær hafa skrifað undir samstarfssamning um þróunarverkefnið "Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum".

Sjá nánar

Allt sem viðkemur lýðheilsu barna og unglinga

Þann 2. október sl. var opnuð heimasíða UmMig.is en heimasíðan er ætluð börnum, unglingum og foreldrum þeirra. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar um flest allt sem viðkemur líkamlegri-, andlegri-, og félagslegri heilsu barna og unglinga.

Sjá nánar

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn 10. október nk. og er yfirskrift dagsins að þessu sinni „Hlúðu vel að því sem þér þykir vænt um“. Verður athyglinni einkum beint að ungu fólki.

Sjá nánar