15. október 2008

ALÞJÓÐLEGUR DAGUR GEGN OFBELDI Á BÖRNUM 20. OKTÓBER 2008

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi s.s. líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu.  Börn verða fyrir margvíslegu ofbeldi á heimili sínu, í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er jafnvel réttlætt af yfirvöldum, sem tæki til ögunar og uppeldis.

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi s.s. líkamlegu, andlegu og kynferðislegu og gegn vanrækslu.  Börn verða fyrir margvíslegu ofbeldi á heimili sínu, í skólanum og á götum úti. Ofbeldi á börnum er jafnvel réttlætt af yfirvöldum, sem tæki til ögunar og uppeldis.

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children, vilja á þessum degi vekja athygli á alþjóðlegum degi gegn ofbeldi, á börnum.  Af því tilefni efna Barnaheill – Save the Children á Íslandi  til málþings í hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu 2. hæð,  þann 20. október frá kl. 13:30 – 16:00. Á málþinginu verður fjallað um aðstæður barna á Íslandi, birtingarmyndir ofbeldis og hvaða leiðir eru færar til að sporna við því.  

Málþingið er ókeypis og er ætlað öllum þeim sem vinna að og hafa áhuga á málefnum barna.
Vinsamlega skráið þátttöku á thorunn(hjá)barnaheill.is. 

Sjá jafnframt átak Evrópuráðsins gegn ofbeldi á börnum. Hönd þín skal leiða en ekki meiða!


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica