10. október 2008

Hugum að velferð barna

Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.

Íslendingar standa nú á miklum tímamótum sem hafa víðtæk áhrif á unga sem aldna. Mikilvægt er að huga sérstaklega að velferð barna og unglinga á þessum tímum.

Höfum í huga:

     Jákvæð samvera barna með fjölskyldunni skapar öryggi.

     Börnin þurfa að finna að á þau sé hlustað og að spurningum þeirra sé svarað.

     Börnin þurfa að vita að enginn er í hættu. 

     Höldum fjölskylduvenjum og festu þó að mikið gangi á í samfélaginu.

     Notum matartíma fjölskyldunnar til að ræða við börnin á jákvæðum nótum. 

     Ræðum á yfirvegaðan hátt að fjármálakreppan er tímabundin.

     Útskýrum fyrir barninu að framtíðin er björt þótt á móti blási í dag.

     Verum góð fyrirmynd þegar kemur að vanda og lausnum.

     Styðjum börnin til þess að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt.

     Fylgjumst vel með þeim sem okkur þykir vænt um og hlúum að þeim.

Verum þess minnug að hér er um tímabundna erfiðleika að ræða sem við Íslendingar munum vinna okkur í gegnum. Miklu máli skiptir að við tökumst á við þessa erfiðleika þannig að við byggjum á styrkleikum okkar og leggjum áherslu á baráttugleði, bjartsýni og samkennd.

Landlæknisembættið, Lýðheilsustöð, Umboðsmaður barna, Barnaverndarstofa, Landspítali Háskólasjúkrahús, BUGL, Vinnueftirlitið, Heilbrigðisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, Félags- og tryggingamálaráðuneytið. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica