Fréttir: maí 2008 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

14. maí 2008 : Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verða nú afhent í 13. sinn. Af því tilefni býður Heimili og skóli til móttöku á 2. hæð Þjóðmenningarhúss við Hverfisgötu, fimmtudaginn 15. maí kl. 16:00.

14. maí 2008 : Háskóli unga fólksins

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

14. maí 2008 : Alþjóðleg ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi verður haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 15. og 16. maí 2008.

13. maí 2008 : Frumvarp til laga um breytingu á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, mál nr. 577

Allsherjanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um Frumvarp til laga um breytingu á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, mál nr. 577. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 13. maí 2008.

13. maí 2008 : Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010, mál nr. 534.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010, mál nr. 534.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 13. maí 2008. 

13. maí 2008 : Frumvarp til laga um breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum, mál nr. 578 mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum, mál nr. 578 mál.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 13. maí 2008.

13. maí 2008 : Dagurbarnsins.is - Keppnir um hönnun og stef

Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera. Opnuð hefur verið vefsíðan þar sem viðburðir sem tengjast deginum verða auglýstir. Á vefsíðunni er greint frá því að nú hefur verið hleypt af stokkunum tveimur keppnum sem íslensk börn geta tekið þátt í og tengjast annars vegar hönnun á merki fyrir dag barnsins og hins vegar tillögur að einkennisstefi fyrir daginn.

13. maí 2008 : Tvær málstofur um velferð barna og fjölskyldna

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands kynna tvær málstofur með þekktum fræðimönnum sem starfa að rannsóknum er snúa að velferð barna og fjölskyldna.

Síða 2 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica