14. maí 2008

Háskóli unga fólksins

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands. Þátttakendum er skipt í tvo hópa, f. 1992-93 og 1994-96.

Hver þátttakandi getur sótt nokkur námskeið og eitthvað nýtt og spennandi verður á dagskránni dag hvern. Námskeiðin fara fram kl. 9–15 með hádegishléi. Í boði er lengd viðvera til kl. 16.15. Skráning hefst 15. maí og stendur til 26. maí.

Skráning og allar upplýsingar um námskeiðin og Háskóla unga fólksins


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica