Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hringborð um neytendavernd barna

Í dag, þriðjudaginn 27. maí, stóðu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fyrir hringborðsumræðum um neytendavernd barna. Á fundinn mættu um 50 manns frá hagsmunaaðilum, félagasamtökum og ýmsum stofnunum.

Sjá nánar

Merki og stef Dags barnsins

Í gær, sunnudaginn 25. maí, var Dagur barnsins haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land. Í ráðhúsi Reykjavíkur fór fram verðlaunaathöfn þar sem vinningshöfum í samkeppni um merki og stef Dags barnsins voru veitt verðlaun.

Sjá nánar

Útgáfa veggspjalda um Barnasáttmálann

Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla. 

Sjá nánar

Fyrirlestur um yngstu leikskólabörnin á vegum RannUng

Föstudaginn 23. maí kl. 14:30 mun Ingrid Engdahl lektor við Stokkhólmsháskóla halda fyrirlestur um sýn yngstu leikskólabarnanna á líf sitt í leikskólanum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og kallast: In the children’s voice. One-year-olds “tell” about their preschool.

Sjá nánar

Aukin neytendavernd barna í burðarliðnum

Hagsmunaaðilar koma sér saman um leiðbeinandi reglur sem ætlað er að vernda börn fyrir markaðssókn. Reglurnar taka til almennrar markaðssóknar og munu umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og aðrir hagsmunaaðilar gæta þess að leiðbeiningunum sé fylgt.

Sjá nánar

Skólaganga barna í fóstri - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu um skólagöngu barna sem eru í fóstri utan lögheimilissveitarfélags. Skýrslan gefur til kynna að börn í tímabundnu fóstri njóti ekki sama réttar til skólagöngu og önnur börn.

Sjá nánar

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verða nú afhent í 13. sinn. Af því tilefni býður Heimili og skóli til móttöku á 2. hæð Þjóðmenningarhúss við Hverfisgötu, fimmtudaginn 15. maí kl. 16:00.

Sjá nánar

Háskóli unga fólksins

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Sjá nánar

Dagurbarnsins.is - Keppnir um hönnun og stef

Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera. Opnuð hefur verið vefsíðan þar sem viðburðir sem tengjast deginum verða auglýstir. Á vefsíðunni er greint frá því að nú hefur verið hleypt af stokkunum tveimur keppnum sem íslensk börn geta tekið þátt í og tengjast annars vegar hönnun á merki fyrir dag barnsins og hins vegar tillögur að einkennisstefi fyrir daginn.

Sjá nánar

Námsstefna um útinám og skólastarf

Kennaraháskóla Íslands stendur fyrir námsstefnunni Að læra úti. Útinám og skólastarf í samvinnu við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólann - miðstöð símenntunnar, Hólaskóla - háskólann á Hólum og grunn- og leikskóla í Skagafirði.  Námsstefnan fer fram fimmtudaginn 15. maí 2008, kl. 14.00-18.00
í sal Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Sjá nánar

Persónuupplýsingar um börn

Á heimasíðu Persónuverndar segir í frétt dags. 28. apríl frá því að hinn 18. febrúar sl. hafi hinn sk. „29. gr. starfshópur" samþykkt vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.

Sjá nánar

Skuldajöfnun barnabóta

Umboðsmaður barna hefur ritað fjármálaráðuneytinu bréf þar sem hann bendir á að hann telji eðlilegra að barnabætur séu hluti af félagslega kerfinu og tryggi þannig fjölskyldum þann stuðning sem þeim er ætlaður frekar en þær séu hluti af skattkerfinu.

Sjá nánar