Fréttir: maí 2008

Fyrirsagnalisti

27. maí 2008 : Hringborð um neytendavernd barna

Í dag, þriðjudaginn 27. maí, stóðu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fyrir hringborðsumræðum um neytendavernd barna. Á fundinn mættu um 50 manns frá hagsmunaaðilum, félagasamtökum og ýmsum stofnunum.

26. maí 2008 : Merki og stef Dags barnsins

Í gær, sunnudaginn 25. maí, var Dagur barnsins haldinn hátíðlegur með ýmsu móti um allt land. Í ráðhúsi Reykjavíkur fór fram verðlaunaathöfn þar sem vinningshöfum í samkeppni um merki og stef Dags barnsins voru veitt verðlaun.

23. maí 2008 : Frumvarp til laga um sjúkratryggingar, 613. mál, heildarlög.

Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um sjúkratryggingar, 613. mál, heildarlög.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 23. maí 2008.    

23. maí 2008 : Fræðslufundur um fjölmenningu

Samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM heldur fræðslufund um fjölmenningu á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 28. maí n.k. kl. 8:15 til 10:00.

23. maí 2008 : Útgáfa veggspjalda um Barnasáttmálann

Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla. 

21. maí 2008 : Fyrirlestur um yngstu leikskólabörnin á vegum RannUng

Föstudaginn 23. maí kl. 14:30 mun Ingrid Engdahl lektor við Stokkhólmsháskóla halda fyrirlestur um sýn yngstu leikskólabarnanna á líf sitt í leikskólanum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og kallast: In the children’s voice. One-year-olds “tell” about their preschool.

20. maí 2008 : Aukin neytendavernd barna í burðarliðnum

Hagsmunaaðilar koma sér saman um leiðbeinandi reglur sem ætlað er að vernda börn fyrir markaðssókn. Reglurnar taka til almennrar markaðssóknar og munu umboðsmaður barna, talsmaður neytenda og aðrir hagsmunaaðilar gæta þess að leiðbeiningunum sé fylgt.

19. maí 2008 : Ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna komin á veggspjöld

Umboðsmaður barna, Barnaheill og UNICEF á Íslandi hafa gefið út tvö veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í styttri útgáfu.

19. maí 2008 : Skólaganga barna í fóstri - Skýrsla

Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu um skólagöngu barna sem eru í fóstri utan lögheimilissveitarfélags. Skýrslan gefur til kynna að börn í tímabundnu fóstri njóti ekki sama réttar til skólagöngu og önnur börn.
Síða 1 af 3

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica