23. maí 2008

Útgáfa veggspjalda um Barnasáttmálann

Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla. 

Í dag, föstudaginn 23. maí, kynntu umboðsmaður barna, UNICEF á Íslandi, Barnaheill og Námsgagnastofnun ný veggspjöld með ákvæðum Barnasáttmálans við hátíðlega athöfn í Laugarnesskóla. 

Annars vegar er um að ræða veggspjald ætlað 1. – 6. bekk og hins vegar veggspjald ætlað þeim sem eldri eru.

Nemendur skólans og starfsfólk tóku vel á móti gestum með gleði og söng. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ávarpaði börnin og aðra gesti og umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, fjallaði um Barnasáttmálann og þýðingu hans fyrir börn. Mikilvægasta framlagið kom þó frá nemendum skólans þegar þeir lásu upp efni annars veggspjaldsins. Börnin stóðu sig vel og voru skóla sínum til fyrirmyndar. Þessi morgunstund var einkar ánægjuleg í alla staði og þakkar umboðsmaður barna og samstarfsfólk góðar móttökur.

Þetta er í fyrsta sinn sem innihald Barnasáttmálans kemur út á veggspjöldum. Veggspjöldin eru ríkulega myndskreytt af Þórarni Leifssyni myndskreyti. Útgáfunni var valinn þessi dagur í tilefni af því að á sunnudaginn verður Dagur barnsins haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica