Fréttir: janúar 2008

Fyrirsagnalisti

25. janúar 2008 : Málstofur RBF á vorönn

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og félagsráðgjafarskorar Háskóla Íslands kynna eftirtaldar málstofur sem verða á vorönn 2008. Þema vorsins er: Börn og breytingar í fjölskyldum - forvarnir

25. janúar 2008 : Morgunverðarfundur NÁUM ÁTTUM á Akureyri

Samstarfshópurinn NÁUM ÁTTUM heldur fræðslufund um forvarnir í sveitarfélögum á Hótel KEA Akureyri mánudaginn 4. febrúar n.k. kl. 9:00 til 10:45.

24. janúar 2008 : Frumvarp til laga um grunnskóla, heildarlög, 285. mál

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um grunnskóla, heildarlög, 285. mál.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 24. janúar 2008.    

22. janúar 2008 : Frumvarp til laga til leikskólalaga, heildarlög, 287. mál.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga til leikskólalaga, 287. mál, heildarlög. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags.22. janúar 2008.

21. janúar 2008 : Frumvarp til laga um framhaldsskóla, heildarlög, 286 mál.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um framhaldsskóla, 286 mál, heildarlög.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. janúar 2008

16. janúar 2008 : Systkini barna með sérþarfir - Málþing Sjónarhóls

Málþing Sjónarhóls verður haldið þann 7. febrúar n.k. og verður efni málþingsins að þessu sinni “Systkini barna með sérþarfir”. Málþingið er haldið í Gullhömrum, Grafarholti frá kl. 8.30 til 12.30. Á málþinginu er fjallað um upplifun og aðstæður systkina barna með sérþarfir. Erindi flytja systkini og aðrir aðstandendur barna með sérþarfir auk fagfólks.

16. janúar 2008 : Samstarf í barnavernd - Málstofa BVS

Næsta málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 28. janúar kl. 12.15 - 13.15 í Barnaverndarstofu í Höfðaborg. Yfirskriftin er „Samstarf í barnavernd" og fyrirlesari er Anni G. Haugen, félagsráðgjafi og lektor við félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands

12. janúar 2008 : Þingsályktunartillaga um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er að börnum, 47. mál.

Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru sem beint er að börnum, 47. mál. Sameiginlega umsögn sína veittu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda með bréfi dags. 12. janúar 2008.

10. janúar 2008 : Frumvarp til laga um meðferð sakamála, heildarlög, 233 mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um meðferð sakamála, 233 mál, heildarlög.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 10. janúar 2008.    
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica