21. janúar 2008

Frumvarp til laga um framhaldsskóla, heildarlög, 286 mál.

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um framhaldsskóla, 286 mál, heildarlög.  Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. janúar 2008

Skoða frumvarp til laga um framhaldsskóla, 286 mál, heildarlög.
Skoða feril málsins
.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 21. janúar 2008

Efni: Frumvarp til laga um framhaldsskóla, 286 mál, heildarlög.

Vísað er til bréfs menntamálanefndar Alþingis, dagsett 14. desember 2007,  þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Undirrituð fagnar framkomnu frumvarpi og telur að frumvarpið taki mun meira en fyrri lög um framhaldsskóla tillit til þess að innan framhaldsskólanna eru ósjálfráða og ófjárráða einstaklingar (börn undir 18 ára aldri) sem þarf að sinna sérstaklega. Brottfall úr framhaldsskólunum hefur verið mikið vandamál og er mikilvægt að frumvarpinu sé ætlað að draga úr því. Nauðsynlegt er að ef þetta frumvarp verður að lögum að fylgst verði grannt með markmiðum þess. Hætta er á að við jafn veigamikla uppstokkun á framhaldsskólakerfinu eins og frumvarp þetta ber með sér, að eitthvað lendi út af borðinu. Loks vill undirrituð árétta allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda sem varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu sbr. 3. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Virðingarfyllst,

_______________________________________
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica