Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Áhrif áfengisauglýsinga á neyslu ungs fólks

Því meira sem ungt fólk sér af áfengisauglýsingum því meiri líkur eru á að það drekki áfengi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknaverkefnisins ELSA og ennfremur að reglur sem gilda um áfengisauglýsingar í Evrópu dugi ekki til að vernda ungt fólk gegn auglýsingunum.

Sjá nánar

Skólaheimsóknir

Í síðustu viku heimsótti umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari Stefánssyni, nokkra skóla sem taka þátt í verkefninu "Hvernig er að vera barn á Íslandi".

Sjá nánar

Snemmtæk íhlutun í leikskóla - Málþing

Snemmtæk íhlutun í leikskóla er yfirskrift málþings sem þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis standa fyrir föstudaginn 12. október í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu verður fjallað um hugmyndafræði, framkvæmd, gæðaviðmið þjónustu og reynslu leikskóla af snemmtækri íhlutun.

Sjá nánar

Manna börn eru merkileg - Ráðstefna Þroskahjálpar

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu Þroskahjálpar „Manna börn eru merkileg“ sem haldinn verður laugardaginn 13. október á Grand hótel í Reykjavík. Umboðsmaður verður með erindi á ráðstefnunni auk fjölda fræðimanna, fagfólks og annarra með reynslu af málaflokknum.

Sjá nánar

Göngum í skólann

Í þessari viku hófst formlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur út októbermánuð. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

Sjá nánar

Dagur barnsins síðasti sunnudagur í maí

Ríkisstjórnin samþykkti 2. október sl. tillögu félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur verði helgaður börnum hér á landi. Lagt er til að dagur barnsins verði síðasti sunnudagur í maí ár hvert, í fyrsta sinn árið 2008.

Sjá nánar

Þemadagar Stúdentaráðs

Í dag, 4. október og á morgun, 5. október standa yfir þemadagarnir Þver/snið skipulagðir af jafnréttis-, fjölskyldu- og alþjóðanefnd Stúdentaráðs HÍ.

Sjá nánar

Norðurland heimsótt

Mánudaginn 1. október og þriðjudaginn 2. október mun umboðsmaður barna, Margrét María, heimsækja Norðurland. Umboðsmaður ætlar að sitja fund skólanefndar Akureyrarbæjar og heimsækja meðferðarheimilin Árbót og Berg í Aðaldal í S – Þingeyjarsýslu. Svo mun umboðsmaður heimsækja Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli á Akureyri og halda erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri.

Sjá nánar