Fréttir: október 2007 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

5. október 2007 : Dagur barnsins síðasti sunnudagur í maí

Ríkisstjórnin samþykkti 2. október sl. tillögu félagsmálaráðherra um að sérstakur dagur verði helgaður börnum hér á landi. Lagt er til að dagur barnsins verði síðasti sunnudagur í maí ár hvert, í fyrsta sinn árið 2008.

4. október 2007 : Norræn ráðstefna um forvarnir og áfengis- og vímuefnamál

Dagana 12. – 13. október nk. verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík norræn ráðstefna um forvarnir og áfengis- og vímuefnamál.

4. október 2007 : Ráðstefna um Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu Barnaheilla um Netið og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldin verður 11. október í Norræna húsinu.

4. október 2007 : Þemadagar Stúdentaráðs

Í dag, 4. október og á morgun, 5. október standa yfir þemadagarnir Þver/snið skipulagðir af jafnréttis-, fjölskyldu- og alþjóðanefnd Stúdentaráðs HÍ.

3. október 2007 : Flottir krakkar norðan heiða

Heimsókn umboðsmanns barna, Margrétar Maríu, til Akureyrar og nágrennis var mjög vel heppnuð í alla staði.

1. október 2007 : Staða sérfræðings laus til umsóknar

Embætti umboðsmanns barna auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Umboðsmaður barna starfar eftir lögum nr. 83/1994.

1. október 2007 : Norðurland heimsótt

Mánudaginn 1. október og þriðjudaginn 2. október mun umboðsmaður barna, Margrét María, heimsækja Norðurland. Umboðsmaður ætlar að sitja fund skólanefndar Akureyrarbæjar og heimsækja meðferðarheimilin Árbót og Berg í Aðaldal í S – Þingeyjarsýslu. Svo mun umboðsmaður heimsækja Oddeyrarskóla og leikskólann Iðavelli á Akureyri og halda erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica