Fréttir
Eldri fréttir: október 2007
Fyrirsagnalisti
Áhrif áfengisauglýsinga á neyslu ungs fólks
         
             Því meira sem ungt fólk sér af áfengisauglýsingum því meiri líkur eru á að það drekki áfengi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknaverkefnisins ELSA og ennfremur að reglur sem gilda um áfengisauglýsingar í Evrópu dugi ekki til að vernda ungt fólk gegn auglýsingunum.
         
         
      
      
    Skólaheimsóknir
         
             Í síðustu viku heimsótti umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, ásamt starfsmanni embættisins, Eðvaldi Einari Stefánssyni, nokkra skóla sem taka þátt í verkefninu "Hvernig er að vera barn á Íslandi".
         
         
      
      
    Réttur barna til beggja foreldra - Lögheimili barna
         
             Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, mun halda erindi á annarri málstofu RBF og félagsráðgjafarskorar HÍ miðvikudaginn 24. október. Yfirskrift erindisins er Réttur barna til beggja foreldra - Lögheimili barna.
         
         
      
      
    Maður brýnir mann - Samskipti Umhyggja Samábyrgð
         
             Árlegt málþing KHÍ verður haldið dagana 18. og 19. október. Yfirskriftin er Maður brýnir mann - Samskipti Umhyggja Samábyrgð
         
         
      
      
    Snemmtæk íhlutun í leikskóla - Málþing
         
             Snemmtæk íhlutun í leikskóla er yfirskrift málþings sem þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis standa fyrir föstudaginn 12. október í Kennaraháskóla Íslands. Á málþinginu verður fjallað um hugmyndafræði, framkvæmd, gæðaviðmið þjónustu og reynslu leikskóla af snemmtækri íhlutun.
         
         
      
      
    Rödd barna við skilnað - veruleiki og þróum úrræða - Morgunverðarfundur
         
             Rödd barna við skilnað - veruleiki og þróum úrræða er yfirskrift opins morgunverðarfundar sem fræðslunefnd Félagsráðgjafafélags Íslands stendur fyrir á Grand hóteli miðvikudaginn 17.okt. kl. 08:15-10:00
         
         
      
      
    Manna börn eru merkileg - Ráðstefna Þroskahjálpar
         
             Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu Þroskahjálpar „Manna börn eru merkileg“ sem haldinn verður laugardaginn 13. október á Grand hótel í Reykjavík. Umboðsmaður verður með erindi á ráðstefnunni auk fjölda fræðimanna, fagfólks og annarra með reynslu af málaflokknum.
         
         
      
      
    Hugsanlegt norrænt hollustumerki gæti auðveldað vernd barna
         
             Unnið er að því nú að kanna möguleika á samnorrænu, valfrjálsu hollustumerki. Slíkt merki myndi væntanlega auðvelda viðleitni umboðsmanns barna og talsmanns neytenda við að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum.
         
         
      
      
    Göngum í skólann
         
             Í þessari viku hófst formlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur út októbermánuð. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.
         
         
      
      
    
                Síða 1 af 2
            
            - Fyrri síða
- Næsta síða