Fréttir: apríl 2006

Fyrirsagnalisti

27. apríl 2006 : Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í málefnum fjölskyldunnar?

Verndum bernskuna boðar til fundar frá kl. 15-17 fimmtudaginn 4. maí í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Yfirskrift fundarins er Börnin í fyrsta sæti.

25. apríl 2006 : Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, lögum um meðferð opinberra mála og lögum um fjarskipti (samningur Evrópuráðsins um tölvubrot), mál nr. 619.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum, lögum um meðferð opinberra mála og lögum um fjarskipti (samningur Evrópuráðsins um tölvubrot), mál nr. 619. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 25. apríl 2006.

24. apríl 2006 : Ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnu sem Blátt áfram heldur 4. maí n.k. í samstarfi við Barnaverndarstofu.  Á ráðstefnunni munu ýmsir sérfræðingar halda erindi, m.a. Robert E. Longo, MRC, LPC frá Barnaríkjunum.

21. apríl 2006 : Tillaga til þingsályktunar um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru, 162. mál.

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru, 162. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 21. apríl 2006.

20. apríl 2006 : Málþing FÍUM: Síbrotaunglingar - hvar eiga vondir að vera?

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi sem FÍUM, Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga heldurí Hlégarði, föstudaginn 28. apríl 2006 um málefni síbrotaunglinga.

6. apríl 2006 : Fæðingar og frjósemi árið 2005

Árið 2005 fæddust  4.280 börn hér á landi, 2.183 drengir og 2.097 stúlkur.  Árið 2005 var fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu 2,05 og er meðalaldur frumbyrja nú 26 ár.

3. apríl 2006 : Kynlegur skóli - erindi

Birt hefur verið efni af ráðstefnu um jafnréttisstarf í leik- og grunnskólum sem haldin var í Hafnarfirði 24. mars 2006.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica