27. apríl 2006

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í málefnum fjölskyldunnar?

Verndum bernskuna boðar til fundar frá kl. 15-17 fimmtudaginn 4. maí í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Yfirskrift fundarins er Börnin í fyrsta sæti.

Verkefnið Verndum bernskuna boðar til fundar frá kl. 15-17 fimmtudaginn 4. maí í húsi Íslenskrar erfðagreiningar.  Yfirskrift fundarins er Börnin í fyrsta sæti.  Á fundinum sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna fyrir svörum og gera grein fyrir stefnu sinni í fjölskyldumálum.  Fundurinn er öllum opinn.

Fundarstjóri:  Kristján Kristjánsson, fréttamaður.  
Ávarp foreldris:  Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður.

Fulltrúar stjórnmálaflokkana:
- Björn Ingi Hrafnsson, Framsóknarflokki
- Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki
- Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum
- Svandís Svavarsdóttir, Vinstrihreyfingingunni - grænt framboð


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica