Barnaþing 2022

Barnaþing lógó 2021

https://youtu.be/tjr1nSzGHMk

Barnaþing umboðsmanns barna var haldið í Hörpu í annað sinn dagana 3. og 4. mars 2022. Um 150 börn á aldrinum 11-15 ára skráðu sig til þátttöku en þau voru valin með slembivali úr þjóðskrá til að fá sem fjölbreyttastan hóp til þátttöku líkt og gert var á fyrsta barnaþinginu 2019. Barnaþing er einstakur vettvangur fyrir samráð við börn og er niðurstöðum barnaþings ætlað að vera mikilvægt framlag til stefnumótunar til framtíðar í málefnum barna á Íslandi. Dagskráin hófst eftir hádegi þann 3. mars með hátíðardagskrá en síðan var haldinn fundur með þjóðfundarstíl þann 4. mars þar sem saman komu fullorðnir og börn, og ræddu málefni sem brenna á börnum. Verndari barnaþings er Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Um barnaþing

Hátíðardagskrá 3. mars

Hátíðardagskrá barnaþings fór fram þann 3. mars frá klukkan 15:00 - 16:00.

Þjóðfundur 4. mars - dagskrá

8:30 Mæting þingbarna og skráning
9:00 Setning barnaþings – ávarp frá forseta Íslands
9:15 Morgunpepp
9:30 Samskiptasáttmáli – samtal um fyrirkomulag dagsins
9:45 Fyrsta lota: Hugmyndasöfnum, kynning og umræða
10:35 Hlé
11:05 Sigyn
11:15 Önnur lota: Flokkun og forgangsröðun
12:00 Hádegishlé
12:40 Þriðja lota: Mótun spurninga
13:10 Leikur
13:25 Börn og fullorðnir koma saman. Börn kynna hugmyndir og ræða
14:05 Hlé (fullorðnir fara frá borðum og setjast aftast í salinn)
14:25 Niðurstöður þingsins afhentar ráðherrum
15:25 Slit, lokahátíð og veitingar
16:00 Barnaþingi lýkur

Þegar börn eru kölluð til samráðs skiptir miklu að búið sé svo um hnútana að þau geti raunverulega sagt það sem þeim finnst, að hlustað sé á skoðanir þeirra og tekið mark á þeim.

barnaþing 2022

Spurt og svarað

Rúmlega 120 börn voru skráð til leiks á barnaþing í ár. Börnin voru valin með slembivali með úrtaki frá Þjóðskrá. Hér er hægt að finna svör við helstu spurningum um þátttöku á þinginu.

Spurt og svarað um barnaþing.

barnaþing 2022

Fréttir af undirbúningi

Það er að mörgu að hyggja við undirbúning á barnaþingi, hér má finna fregnir af því hvernig hann gengur.

Fréttir af undirbúningi barnaþings í nóvember.

barnaþing 2022

Information in english

The Children's Forum - information in english

Umfjöllun um barnaþing 2022

Betri mat, meira jafnrétti og gagnkvæma virðingu - innslag í Landanum á RÚVSérstakur Krakkafréttaþáttur um barnaþing

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica