Fréttir af undirbúningi barnaþings

Fréttir af undirbúningi barnaþings sem haldið verður í Hörpu 18. og 19. nóvember 2021.

Barnaþingi 2021 frestað - 12.11.2021

Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem kynntar voru í dag föstudag og vegna aukinna smita meðal barna af Covid-19 hefur umboðsmaður barna ákveðið að fresta barnaþingi sem átti að halda í Hörpu 18. og 19. nóvember, n.k. Um 170 börn á aldrinum 11-15 ára höfðu skráð sig til þingsins auk fjölda fullorðinna. Okkur þykir þetta miður en stefnum á að halda barnaþingið snemma á nýju ári og verða dagsetningar kynntar um leið og þær liggja fyrir. 

Sóttvarnir á barnaþingi ræddar - 08.11.2021

Salvör Nordal umboðsmaður barna fundaði í dag með Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, staðgengli sóttvarnalæknis um sóttvarnaráðstafanir á barnaþingi sem fram fer í Hörpu í Reykjavík dagana 17. og 18. nóvember nk. Skipulag þingsins mun taka mið af gildandi sóttvarnareglum og áhersla verður lögð á tryggja öryggi barnaþingfulltrúa og annarra gesta. Góðar aðstæður í húsnæði Hörpu gera embættinu samt sem áður kleift að halda glæsilegan viðburð þar sem virk þátttaka barna er í fyrirrúmi.

Barnaþingmenn velja atriði á barnaþing - 14.10.2021

Barnaþingmenn tilnefndu allnokkra aðila til að vera með atriði á hátíðardagskrá barnaþings sem fer fram í Hörpu í nóvember. Alls tilnefndu þingmennirnir 17 atriði sem kosið var um þeirra á meðal. Úrslitin verða upplýst þegar nær dregur barnaþingi. 

1U4A1250-499

Fundur með þátttakendum og forsjáraðilum - 07.10.2021

Umboðsmaður barna átti fund með yfir 100 börnum á Zoom þar sem farið var yfir helstu atriði tengt þátttöku þeirra á barnaþingi. 

Fleiri fréttir

Undirbúningur fyrir barnaþing - 28.08.2021

Barnaþing haldið í annað sinn - 08.05.2021Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica