25. ágúst 2021

Undirbúningur fyrir barnaþing

Barnaþing verður haldið í Hörpu í nóvember síðar á þessu ári. Undirbúningur gengur vel og um 140 börn eru nú skráð til leiks á þingið.  

Í lögum um umboðsmann barna er kveðið á um að haldið verði annað hvert ár þing um málefni barna. Umboðsmaður barna boðar til þingsins og kynnir niðurstöður og ályktanir þess fyrir ríkisstjórn. Barnaþing verður næst haldið í Hörpu dagana 18. og 19. nóvember 2021. 

Fyrr á þessu ári fengu 350 börn og forsjáraðilar þeirra bréf þar sem þeim var boðið að taka þátt í barnaþingi. Börnin voru valin með slembivali af öllu landinu úr Þjóðskrá. Nú eru um 140 börn skráð til þátttöku og lokað verður fyrir skráningu barnaþingmanna þann 12. september nk. 

Undirbúningur gengur vel en þingið verður sett eftir hádegi þann 18. nóvember nk., með formlegri dagskrá, en þann 19. nóvember verður dagskránni skipt í tvennt. Annars vegar verða umræður í þjóðfundarstíl með þátttöku barna og fullorðinna og hins vegar opin dagskrá með málstofum og fjölbreyttum viðburðum. Niðurstöður barnaþings verða síðan kynntar ríkisstjórninni sem mikilvægt framlag til stefnumótunar um málefni barna.

Ítarefni: 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica