Barnasáttmálinn 30 ára

Árið 2019 voru þrjátíu ár liðin frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989. 

Þessum merka áfanga var fagnað með ýmsu móti hér á landi og víða um heim. Öll ríki heims, utan Bandaríkjanna, hafa staðfest sáttmálann og er Barnasáttmálinn á þrjátíu ára afmælinu því orðinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli í heiminum. 

Samtal um réttindi barna

Vikulegir þættir

Í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var Samtalið, vikulegur þáttur á sunnudagsmorgnum á Rás 1, helgaður réttindum barna. Þátturinn er í umsjón Ævars Kjartanssonar en gestastjórnandi með honum var Salvör Nordal, umboðsmaður barna.




Einstaka greinar Barnasáttmálans

Umfjallanir

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans birtu umboðsmaður barna, Unicef á Íslandi og Barnaheill - Save the children á Íslandi umfjöllun á ákveðnum greinum Barnasáttmalans, eina í hverjum mánuði. Tilgangurinn var að vekja athygli á sáttmálanum og stuðla að því að ítarefni um einstakar greinar Barnasáttmálans sé aðgengilegt.



Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica