Fréttir: 2019 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

8. nóvember 2019 : Börn afhenda ráðherrum boð á barnaþing

Í vikunni afhentu börn ráðherrum boð á barnaþing sem haldið verður í Hörpu 21.-22. nóvember. Auk barna er þingmönnum, fulltrúum sveitarstjórna, stofnana ríkis og sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og frjálsra félagasamtaka sem koma að málefnum barna, boðið til þingsins.

8. nóvember 2019 : Vel heppnuð vinnustofa um þátttöku barna

Umboðsmaður barna hélt ásamt félagsmálaráðuneytinu og stýrihópum Stjórnarráðsins afar vel heppnaða vinnustofu með Lauru Lundy, prófessor við Queen´s Háskóla í Belfast á Norður Írlandi, um þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku.

4. nóvember 2019 : Nýtt merki barnaþings

Í tilefni barnaþings sem haldið verður í Hörpu dagana 21. – 22. nóvember næstkomandi þar sem um 170 börn munu meðal annars koma og taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau, hefur nýtt merki litið dagsins ljós.

1. nóvember 2019 : Náum áttum morgunverðarfundur 5. nóvember

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel, þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Umræðuefni fundarins verður að þessu sinni "Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag".

29. október 2019 : Laura Lundy, prófessor og sérfræðingur í þátttöku barna í heimsókn

Laura Lundy, prófessor við Queen‘s háskóla í Belfast og einn helsti sérfræðingur samtímans í þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku er gestur umboðsmanns barna dagana 5. og 6. nóvember, n.k. Laura Lundy mun taka þátt í nokkrum fundum þessa daga um þátttöku barna á ólíkum sviðum samfélagsins.

18. október 2019 : Viðtal við umboðsmann barna á N4

Salvör Nordal, umboðsmaður barna var gestur Karl Eskil Pálssonar í þættinum "Landsbyggðir" á sjónvarpsstöðinni N4.

16. október 2019 : Að tala við foreldra eða aðra fullorðna um það sem skiptir máli

Umboðsmaður barna fær mörg skilaboð frá börnum og unglingum sem vilja vita hvernig á að tala við foreldra, kennara eða aðra fullorðna um hluti sem skipta börn og unglinga máli. Hér fyrir neðan eru nokkur ráð til þín sem geta auðveldað þér að eiga slík samtöl.
Síða 2 af 8

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica