18. október 2019

Viðtal við umboðsmann barna á N4

Salvör Nordal, umboðsmaður barna var gestur Karl Eskil Pálssonar í þættinum "Landsbyggðir" á sjónvarpsstöðinni N4.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna var gestur Karl Eskil Pálssonar í þættinum "Landsbyggðir" á sjónvarpsstöðinni N4. 

Viðtalið er aðgengilegt hér á vefsíðu N4. 

Salvör Nordal á N4

Í þættinum kom Salvör meðal annars inn á hlutverk umboðsmanns barna sem er meðal annars að standa vörð um réttindi barna og barnasáttmálans. Þá benti hún á mikilvægi þess að hlustað sé á börn og þau fái tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri.  Umboðsmaður barna vill heyra sérstaklega frá börnum því oft fara hagsmunir barna og fullorðinna ekki saman. Þá minntist hún á barnaþing sem fer fram í fyrsta skipti nú í nóvember og er mikilvægur vettvangur fyrir börn til að koma sínum skoðunum á framfæri.  Í 12. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós í málefnum sem varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska. Greinin hljóðar svo:

Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 
2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 

Þegar börn eru kölluð til samráðs skiptir miklu að búið sé svo um hnútana að börnin geti raunverulega sagt það sem þeim finnst, að hlustað sé á skoðanir þeirra og tekið mark á þeim. Mikilvægt er að niðurstöður barnaþingsins verði nýttar við stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda. Þannig er tyggt að börnin hlustað sé á börn og þátttaka þeirra hafi haft sýnileg áhrif.  Nánari upplýsingar um barnaþing er að finna hér

Börnin eru framtíðin, en þau eru líka nútíminn. Þau eru hér og nú og því er nauðsynlegt að hlusta á þau núna. 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica