Fréttir: október 2019

Fyrirsagnalisti

29. október 2019 : Laura Lundy, prófessor og sérfræðingur í þátttöku barna í heimsókn

Laura Lundy, prófessor við Queen‘s háskóla í Belfast og einn helsti sérfræðingur samtímans í þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku er gestur umboðsmanns barna dagana 5. og 6. nóvember, n.k. Laura Lundy mun taka þátt í nokkrum fundum þessa daga um þátttöku barna á ólíkum sviðum samfélagsins.

18. október 2019 : Viðtal við umboðsmann barna á N4

Salvör Nordal, umboðsmaður barna var gestur Karl Eskil Pálssonar í þættinum "Landsbyggðir" á sjónvarpsstöðinni N4.

16. október 2019 : Að tala við foreldra eða aðra fullorðna um það sem skiptir máli

Umboðsmaður barna fær mörg skilaboð frá börnum og unglingum sem vilja vita hvernig á að tala við foreldra, kennara eða aðra fullorðna um hluti sem skipta börn og unglinga máli. Hér fyrir neðan eru nokkur ráð til þín sem geta auðveldað þér að eiga slík samtöl.

4. október 2019 : Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Þann 1. október sl. gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskólum. 

3. október 2019 : Um loftslagsverkföll barna og ungmenna

Í ljósi umfjöllunar um loftslagsverkföll barna og ungmenna víða um heim vill umboðsmaður barna vekja athygli á yfirlýsingu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem fer með eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans. Þar lýsir nefndin yfir stuðningi við börn sem vilja mótmæla loftslagsbreytingum.

2. október 2019 : Vegna umfjöllunar um rafrettur – börn njóti besta mögulega heilsufars

Eyða skal grein. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur í kjölfar frétta frá Bandaríkjunum um tengsl rafrettna við að öðru leyti óútskýrða lungnakvilla.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica