3. október 2019

Um loftslagsverkföll barna og ungmenna

Í ljósi umfjöllunar um loftslagsverkföll barna og ungmenna víða um heim vill umboðsmaður barna vekja athygli á yfirlýsingu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem fer með eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans. Þar lýsir nefndin yfir stuðningi við börn sem vilja mótmæla loftslagsbreytingum.

Í ljósi umfjöllunar um loftslagsverkföll barna og ungmenna víða um heim vill umboðsmaður barna vekja athygli á yfirlýsingu barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem fer með eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans. Þar lýsir nefndin yfir stuðningi við börn sem vilja mótmæla loftslagsbreytingum. Nefndin hefur áréttað tjáningarfrelsi barna samkvæmt Barnasáttmálanum og því eru hvers kyns þvinganir eða hótanir, sem skerða rétt barna til þess að taka á móti eða miðla upplýsingum og hugmyndum, brot gegn sáttmálanum.

Barnaréttarnefndin tekur fram að þær milljónir barna og ungmenna sem hafa tekið þátt í mótmælagöngum gegn loftslagsbreytingum hafa veitt öðrum innblástur og nefndin fagnar virkri þátttöku barna, sem verjendur mannréttinda, í umræðu um málefni sem skiptir þau miklu máli. Er það mat nefndarinnar að börn eigi rétt á því að vera í miðpunkti umræðunnar um loftslagsmál, enda muni þær ákvarðanir sem teknar eru í dag hafa mest áhrif á þau.

Yfirlýsing barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna - stuðningur við börn sem vilja mótmæla loftslagsbreytinga. 

 

Climate Climate Activist Climate Change 2058778


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica