Fréttir: apríl 2016

Fyrirsagnalisti

27. apríl 2016 : Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins, dags. 7. apríl 2016, er óskað eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25-1975. Umboðsmaður barna ákvað að senda inn eina ábendingu varðandi sjálfákvörðunarrétt stúlkna með tölvupósti dags. 27. apríl 2016.

26. apríl 2016 : Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“

Lausnaþing til að ræða málefni barna sem passa ekki í „kassann“ verður haldið fimmtudaginn 28. apríl, milli kl. 14 og 17. Umboðsmaður barna stendur fyrir þinginu, ásamt ýmsum félagsamtökum sem vinna að málefnum barna.

22. apríl 2016 : Morgunverðarfundur um börn í framhaldsskólum

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi „Náum áttum" samstarfshópsins um börn í framhaldsskólum á Grand hóteli Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 8:15 - 10:00 .

13. apríl 2016 : Spurningar til fjölmiðla varðandi umfjöllun um börn

Umboðsmaður barna hefur sent tölvubréf til nokkurra fjölmiðla þar sem bent er á þau sjónarmið og ákvæði laga sem mikilvægt er að hafa í huga þegar fjölmiðlar fjalla um einstök börn eða málefni barna. Í bréfinu er einnig óskað eftir upplýsingum um starfsreglur eða viðmið þeirra varðandi umfjöllun um börn.

7. apríl 2016 : Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs og hækkun á hámarksgreiðslu), 261. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs og hækkun á hámarksgreiðslu), 261. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. apríl 2016.

7. apríl 2016 : Frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 361. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til lagaum þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna). Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. apríl 2016.

6. apríl 2016 : Börn og mótmæli

Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Aldrei ber að nota börn til þess að koma skoðunum annarra á framfæri. Þau eiga rétt á sínum eigin skoðunum og að tjá þær.

1. apríl 2016 : Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Óskað var eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 1. apríl 2016.

1. apríl 2016 : Frumvarp til laga um almannatryggingar (barnalífeyrir), 197. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um almannatryggingar (barnalífeyrir), 197. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 1. apríl 2016.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica