7. apríl 2016

Frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna), 361. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til lagaum þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna). Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. apríl 2016.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð  fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna),  361. mál.

Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 7. apríl 2016.

Skoða frumvarpið.
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Velferðarnefnd              

                                                                             

Reykjavík, 7. apríl 2016
UB:1604/4.1.1

                                                                                                                          

Efni: Frumvarp til laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð  fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (endurgreiðsla vegna gleraugnakaupa barna),  361. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 18. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna fagnar allri endurskoðun sem stefnir af því að veita börnum betri þjónustu. Mikilvægt er að öll börn fái þá læknismeðferð og þau hjálpartæki sem þau þurfa, án tillits til efnahags foreldra. Væri því jákvætt að mati umboðsmanns barna auka þátttöku ríkisins í kostnaði við kaup á gleraugum. Umboðsmaður veltir þó fyrir sér hvort ekki sé ástæða til þess að ganga lengra og tryggja greiðsluþátttöku tvisvar á ári fyrir öll börn til 18 ára aldurs, í stað þess að draga úr þjónustunni við 11 ára aldur.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica