Fréttir: 2013 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

11. nóvember 2013 : Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (kynvitund), 109. mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (kynvitund), 109. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður  barna með tölvupósti dags. 11. nóvember 2013.

8. nóvember 2013 : Ungt fólk 2013 - Niðurstöður

Í gær, 7. nóvember 2013, voru kynntar niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni "Ungt fólk 2013" í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla.

30. október 2013 : Meirihluti barna og unglinga skoðar samskiptasíður daglega

SAFTstóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga.

21. október 2013 : Börn á faraldsfæti í Evrópu - Heimildamynd og yfirlýsing

Dagana 24. – 27. september sl. stóð ENOC, sem er tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu, fyrir ráðstefnu um börn á faraldsfæti (children on the move). Á ráðstefnunni var kynnt ný mynd um börn á faraldsfæti í Evrópu. Myndin heitir Children on the move: Children first og er um 50 mínútur að lengd. Sjá hér 10 mínútna kynningu á myndinni.

1. október 2013 : Umskurður brýtur gegn réttindum ungra drengja

Umskurður á ungum drengjum felur í sér brot á réttindum þeirra, nema slík aðgerð sé talin nauðsynlegt af heilsufarslegum ástæðum. Umskurður felur í sér óafturkræft inngrip í líkama barns og samræmist illa 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um rétt barna til þess að hafa áhrif á eigið líf.

30. september 2013 : Jákvæð þróun vímuefnaneyslu unglinga

Nýverið birti Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík tvær skýrslur um stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi. Í stuttu máli er þróun vímuefnaneyslu meðal ungmenna á Íslandi afar jákvæð og sýna báða skýrslurnar þróun undanfarinna 13 – 15 ára.

27. september 2013 : Tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 27. september 20113.

26. september 2013 : Haustdagskrá RannUng

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hefur gefið út haustdagskrá 2013. Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna.

17. september 2013 : Unglingar og vímuefni - Morgunverðarfundur

Miðvikudaginn 25. september kl 08:15-10:00 stendur Náum áttum hópurinn fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík um unglinga og vímuefni.
Síða 3 af 11

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica