21. október 2013

Börn á faraldsfæti í Evrópu - Heimildamynd og yfirlýsing

Dagana 24. – 27. september sl. stóð ENOC, sem er tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu, fyrir ráðstefnu um börn á faraldsfæti (children on the move). Á ráðstefnunni var kynnt ný mynd um börn á faraldsfæti í Evrópu. Myndin heitir Children on the move: Children first og er um 50 mínútur að lengd. Sjá hér 10 mínútna kynningu á myndinni.

Dagana 24. – 27. september sl. stóð ENOC, sem er tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu, fyrir ráðstefnu um börn á faraldsfæti (children on the move).

Með hugtakinu börn á faraldsfæti er t.d. átt við börn á flótta, börn sem eru hælisleitendur, börn sem eru fórnarlömb mansals og börn sem flytja á milli landa með fjölskyldum sínum í leit að betra lífi.

Á ráðstefnunni komu saman ýmsir sérfræðingar á sviði barnaréttar og ræddu málefni barna sem ferðast til og innan Evrópu. Aðstæður þessara barna og vandamálin sem þau þurfa að glíma við eru flókin og margbreytileg þar sem sum ferðast með foreldrum sínum eða fjölskyldumeðlimum á meðan önnur ferðast ein eða í fylgd óskylds aðila. Mikilvægt er að þeir sem vinna með eða fyrir þessi börn séu vel upplýstir um þarfir þeirra og grundvallarréttindi og að í viðkomandi ríkjum sé til staðar lagaframkvæmd þar sem réttindi barnanna eru virt. Þá þarf að tryggja að nægilegt fjármagn renni til málaflokksins til að mögulegt sé að tryggja réttindi þessara barna.

Á ráðstefnunni var kynnt ný mynd um börn á faraldsfæti í Evrópu. Myndin heitir Children on the move: Children first og er um 50 mínútur að lengd. Sjá hér 10 mínútna kynningu á myndinni

Í framhaldi af ráðstefnunni hélt ENOC árlegan fund sinn. Á fundinum var samþykkt yfirlýsing um börn á faraldsfæti þar sem umboðsmenn barna í Evrópu lýsa þungum áhyggjum yfir aðstæðum barna á faraldsfæti og hvernig þörfum þeirra er mætt í Evrópu. Í yfirlýsingunni er fjallað um hvernig umboðsmenn barna myndu vilja sjá staðið að málum barna sem eru á faraldsfæti.

Sjá hér yfirlýsingu umboðsmanna barna í Evrópu um börn á faraldsfæti.

Á fundinum var einnig  samþykkt yfirlýsing  þar sem umboðsmenn barna í Evrópu hvetja alþjóðasamfélagið til koma börnum sem eru fórnarlömb stríðsins í Sýrlandi til hjálpar sem fyrst.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica