Fréttir: maí 2012

Fyrirsagnalisti

24. maí 2012 : ,,Skylda fullorðinna að efla börn í því að vera virkir þjóðfélagsþegnar” - Viðtal við Margréti Maríu

Nýlega birtist í Kópavogsblaðinu viðtal við Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna.

21. maí 2012 : Sumarhátíðir, sýnum ábyrgð - Morgunverðarfundur

Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 23. maí 2012 þar sem fjalla á um sumarhátíðir.

18. maí 2012 : Dagur barnsins er á sunnudaginn

Á degi barnsins er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

16. maí 2012 : Vistheimili barna Laugarásvegi - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 21. maí kl. 12.15 - 13.15 á Barnaverndarstofu, Höfðaborg (Borgartúni 21). Yfirskriftin er "Vistheimili barna Laugarásvegi - tækifæri og áskoranir til framtíðar".

14. maí 2012 : Um vinnu barna og unglinga

Um vinnu barna og unglinga gildir X. kafli laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga.

11. maí 2012 : Samvinna skóla og barnaverndar - Ráðstefna

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:30-16:00. Ráðstefnan fjallar um stöðu þeirra barna sem fá þjónustu í barnaverndakerfinu gagnvart skóla og menntun, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum, og mikilvægi samvinnu þessara kerfa.

9. maí 2012 : Börn sem hælisleitendur

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um hin ýmsu réttindi barna og unglinga. Þar er að finna almennar reglur eins og t.d. í 3. gr. sáttmálans þar sem segir að það sem börnum er fyrir bestu, skuli alltaf hafa forgang þegar gerðar eru ráðstafanir sem þau varða. Þessi meginregla á að sjálfsögðu við um öll börn og við allar aðstæður.

4. maí 2012 : Málstofa um innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna boðar til málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans á Norðurlöndunum þriðjudaginn 5. júní frá klukkan 9:00 – 11:30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

4. maí 2012 : Skipting í kennsludaga og aðra skóladaga - túlkun mennta- og menningarmálaráðuneytis

Vakin er athygli á svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 16. apríl 2012, sem svar við beiðni um túlkun á nokkrum álitaefnum sem lúta að skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica