4. maí 2012

Málstofa um innleiðingu Barnasáttmálans

Umboðsmaður barna boðar til málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans á Norðurlöndunum þriðjudaginn 5. júní frá klukkan 9:00 – 11:30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Umboðsmaður barna boðar til málstofu um innleiðingu Barnasáttmálans á Norðurlöndunum þriðjudaginn 5. júní frá klukkan 9:00 – 11:30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í málstofunni munu umboðsmenn barna í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi ásamt starfsmanni Barnaráðsins í Danmörku og Talsmanni barna á Grænlandi segja frá því hvernig unnið hefur verið að innleiðingu Barnasáttmálans á vettvangi ríkis og sveitarfélaga í þeirra löndum. Markmið málstofunnar er að læra af reynslu nágrannalandanna og gera sér betur grein fyrir því hvað innleiðing Barnasáttmálans felur í sér.

Málstofan er öllum opin meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Málstofan nýtist sérstaklega þeim sem koma að ákvarðanatöku varðandi börn, s.s. starfsfólki ríkis og sveitarfélaga og stofnana sem vinna með börnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið ub@barn.is.

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica