Fréttir: febrúar 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

11. febrúar 2011 : Jöfn dvöl barna hjá foreldrum

Þróunin hér á landi virðist vera sú að fleiri og fleiri foreldrar velja svokallaða jafna umgengni, þ.e. að börn þeirra dvelji hjá þeim til skiptis viku og viku. Oft er spurt hvernig þetta fyrirkomulag hentar börnum. Því er erfitt að svara með einföldum hætti enda eru aðstæður barna mjög mismunandi.

8. febrúar 2011 : Áfengisauglýsingar íþróttafélaga

Áfengisauglýsingar eiga aldrei rétt á sér á viðburðum sem börn sækja. Hagsmunir barna og unglinga af því að njóta verndar gegn áfengisauglýsingum eiga alltaf að vega þyngra en fjárhagslegir hagsmunir íþróttafélaga. Vegna ábendinga um áfengisauglýsingar íþróttafélaga sendi umboðsmaður bréf til ÍSÍ. Hér er innihald þess birt sem og svarbréf ÍSÍ.

4. febrúar 2011 : Skýrsla umboðsmanns barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Umboðsmaður barna hefur sent skýrslu til Barnaréttarnefndarinnar um það sem að hans mati mætti betur fara við framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. 

4. febrúar 2011 : Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn 6. febrúar. Þar sem dagurinn er á sunnudegi munu leikskólar landsins halda daginn hátíðlegan föstudaginn 4. febrúar.

2. febrúar 2011 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2011

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og SAFT standa fyrir ráðstefnu um Internetið á alþjóðlega netöryggisdaginn, þann 8. febrúar 2011 á Hilton hóteli, Nordica.

2. febrúar 2011 : Átta ára drengur óskar eftir íbúð - Málþing Barnaheilla

Barnaheill - Save the Children á Íslandi mun standa fyrir málþingi um börn sem búa við heimilisofbeldi fimmtudaginn 17. febrúar nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9 til kl. 13. Yfirskrift málþingsins er Átta ára drengur óskar eftir íbúð.
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica