4. febrúar 2011

Skýrsla umboðsmanns barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Umboðsmaður barna hefur sent skýrslu til Barnaréttarnefndarinnar um það sem að hans mati mætti betur fara við framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. 

Umboðsmaður barna hefur sent skýrslu til Barnaréttarnefndarinnar um það sem að hans mati mætti betur fara við framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. 

Í júní 2008 skilaði Ísland annarri skýrslu sinni til nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins um framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi, sbr. 1. mgr. 44. gr. sáttmálans. Skýrslan verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar vorið 2011. Samhliða skýrslum aðildarríkja er stofnunum og frjálsum félagsamtökum, sem hafa hag barna að leiðarljósi, heimilt að senda inn sínar athugasemdir eins og umboðsmaður barna hefur nú gert.  

Í skýrslunni er tekið á mörgum þeim lykilatriðum sem snerta hag barna á Íslandi. Skýrslan er engan vegin tæmandi heldur gefur hún einungis yfirlit á þeim málum sem umboðsmaður barna telur mikilvægast að úr verði bætt. Umboðsmaður barna hefur áður vakið athygli á þessum atriðum, meðal annars á fundum með viðeigandi ráðherrum á árinu 2010.
 
Eitt af megináhyggjuefnum umboðsmanns barna er sá niðurskurður sem fylgir því efnahagsástandi sem ríkt hefur á Íslandi frá haustinu 2008. Á mörgum sviðum er þegar búið að skera niður og enn frekari niðurskurðar er að vænta. Niðurskurðurinn hefur óneitanlega bitnað á þjónustu við börn og hefur umboðsmaður barna áhyggjur af þeirri þróun. Umboðsmaður barna gagnrýnir harðlega skerðingu á þjónustu við börn í skýrslu sinni og bendir á að skylt er að leita annarra leiða við niðurskurð áður en þjónusta við börn er skert, sbr. 3. gr. Barnasáttmálans.

Opna skýrslu umboðsmanns barna til nefndar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 2010. (pdf)

Opna Report of the Ombudsman for Children in Iceland to the UN Committee on the Rights of the Child 2010. (pdf)

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica