Fréttir: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

22. febrúar 2011 : Tillögur um mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á skýrslunni Mannréttindafræðsla á Íslandi - tillögur um mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum sem kom út árið 2008.

22. febrúar 2011 : Reglur um úthlutun jöfnunarstyrks til skoðunar

Í byrjun desember á síðasta ári sendi umboðsmaður barna menntamálaráðherra bréf þar sem bent er á að reglur um úthlutun jöfnunarstyrks feli í sér mismunun á grundvelli ríkisfangs sem brýtur í bága við 2. gr. Barnasáttmálans. Nú hefur umboðsmanni borist svarbréf þar sem segir að ráðuneytið muni hafa þessa ábendingu til hliðsjónar við undirbúning frumvarps til breytinga á lögum um námsstyrki nr. 79/2003.

21. febrúar 2011 : Opinbert hollustumerki myndi auka neytendavernd barna

Leiðbeiningar um neytendavernd barna yrðu strax mun virkari ef hollustumerki að skandinavískri fyrirmynd (skráargatsmerki) yrði tekið upp eins og talsmaður neytenda og umboðsmaður lögðu til fyrir tveimur árum.

18. febrúar 2011 : Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi kynnti í gær nýja rannsókn um stuðning við börn sem búa við heimilisofbeldi. Skýrslan sýnir að úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant.

16. febrúar 2011 : Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna í bréfi dags. 16. febrúar 2011.

16. febrúar 2011 : Tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun (heimild til staðgöngumæðrunar), 310. mál.

Heilbrigðisnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun (heimild til staðgöngumæðrunar), 310. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 16. febrúar 2011.

16. febrúar 2011 : Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 16. febrúar 2011.

14. febrúar 2011 : Áhrif hagræðingar á velferð barna - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins sem haldinn verður miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl. 8:15 - 10 á Grand Hótel. Yfirskrift fundarins er „Hver er þeirra gæfu smiður? - áhrif hagræðingar á velferð barna.

11. febrúar 2011 : Heimsdagur barna

Heimsdagur barna verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík laugardaginn 12. febrúar kl. 13 - 17. Í Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs býðst börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hinum ýmsu listasmiðjum.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica