22. febrúar 2011

Tillögur um mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á skýrslunni Mannréttindafræðsla á Íslandi - tillögur um mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum sem kom út árið 2008.

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á skýrslunni Mannréttindafræðsla á Íslandi - tillögur um mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum sem kom út árið 2008 og finna má á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 

Í markmiðsgreinum laga um grunnskóla og laga um framhaldsskóla kemur fram að hlutverk skólanna sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Með hliðsjón af þessu og til þess að auðvelda skólum að takast á við þennan mikilvæga þátt í menntun barna og ungmenna kom starfshópur á vegum menntamálaráðuneytis fram með tillögur til eflingar mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum.

 

Í skýrslunni segir meðal annars (bls. 11):

Mannréttindafræðsla í skólum er í eðli sínu forvarnastarf og á meðal annars að stuðla að því að nemendur verði virkir þátttakendur í lýðræðislegu og síbreytilegu samfélagi. Samskiptahæfni, samvinna, umburðarlyndi og skilningur á uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags er meðan þeirra þátta sem nemendur þurfa að tileinka sér.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica