16. febrúar 2011

Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna í bréfi dags. 16. febrúar 2011.

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna í bréfi dags. 16. febrúar 2011.

Skoða frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál. 
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Félags- og tryggingamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 16. febrúar 2011
UB:1102/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (hámark umönnunargreiðslna), 114. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 1. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að núverandi hámark umönnunargreiðslna til foreldra fatlaðra og langveikra barna verði hækkað. Umboðsmaður barna fagnar þessari breytingu, enda er sérstaklega mikilvægt að ríkið tryggi fötluðum og langveikum börnum sérstaka aðstoð og stuðnings, eins og meðal annars kemur fram í 23. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica