Fréttir: desember 2009

Fyrirsagnalisti

22. desember 2009 : Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

16. desember 2009 : Nýr vefur um heilsu: 6h

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á nýjum og vönduðum heilsuvef, www.6h.is,  sem opnaður var nýlega.

16. desember 2009 : Opið hús hjá umboðsmanni barna á morgun, fimmtudag

Á morgun, fimmtudaginn 17. desember, milli kl. 10:30 og 12 verður opið hús hjá umboðsmanni barna.

11. desember 2009 : Netnotkun barna og unglinga

Í nýrri könnun á netnotkun barna á aldrinum níu til sextán ára sögðust 77% þeirra vera í leikjum á netinu þegar þau voru spurð að því hvað þau gerðu helst á netinu.

10. desember 2009 : KOMPÁS - handbók í mannréttindafræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Námsgagnastofnun látið þýða á íslensku bókina KOMPÁS. Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs.

3. desember 2009 : Bók fyrir skilnaðarbörn

Umboðsmaður barna vill benda á nýlega bók sem fjallar um skilnað foreldra og áhrif hans á barn þeirra. Bókin er ætluð sem stuðningsrit fyrir skilnaðarbörn.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica