Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Eftirlit með kvikmyndum og tölvuleikjum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum, m.a. vegna þess að foreldrar/forráðamenn telja myndina ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð. 

Sjá nánar

Starfstími barna í leik- og grunnskólum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna langrar viðveru barna í leik- og grunnskólum. Meðal annars hefur borist ályktun frá Kennarasambandi Íslands þar sem því er beint til umboðsmanns barna að koma á samræðum í samfélaginu um hvernig hagsmunum barna er best fyrir komið. Starfsdagur barna (skóli, vistun, tómstundir, heimanám) hafi lengst óhóflega mikið þannig að grípa þurfi til aðgerða svo þau fái notið bernsku sinnar og meiri samskipta við foreldra.

Sjá nánar

Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Eru þessar athugasemdir m.a. vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í  þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.

Sjá nánar

Hönd þín skal leiða en ekki meiða! Átak gegn ofbeldi á börnum

Herferð Evrópuráðsins  - börn og ofbeldi.
Í júní sl. hófst á vegum Evrópuráðsins átak gegn ofbeldi á börnum. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsins segir að markmiðið sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum, að stuðla að jákvæðu uppeldi barna og að vekja athygli á réttindum barna um alla Evrópu.

Sjá nánar

Bók um réttindi barna - Know your rights

Vigdís Þóra Másdóttir (1992) hefur skrifað bók um réttindi barna sem ber heitið Know your rights. Vigdís er fædd á Íslandi og bjó hér þar til hún flutti til Basel í Sviss með foreldrum sínum árið 2004.

Sjá nánar

Ný menntastefna - nám alla ævi

Menntaþing 12. september í Háskólabíói. Hvaða tækifæri felast í nýrri menntastefnu? Leggðu þitt fram við að móta framtíð menntunar á Íslandi. Ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu.

Sjá nánar

Útivistartíminn styttist í dag

Reglur um útivistartíma barna og unglinga, skv. barnverndarlögum nr. 80/2002, breytast í dag. Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti á almannafæri eftir  kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 – 16 ára skulu ekki vera úti eftir kl. 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Sjá nánar