23. september 2008

Eftirlit með kvikmyndum og tölvuleikjum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum, m.a. vegna þess að foreldrar/forráðamenn telja myndina ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð. 

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum, m.a. vegna þess að foreldrar/forráðamenn telja myndina ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð.  Samkvæmt 5. gr. laga,  nr. 62/2006, um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum, hefur Barnaverndarstofa eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum og umkvörtunum á þessi sviði er bent á að beina þeim til Barnaverndarstofu, netfang bvs@bvs.is. Nánar er fjallað um hlutverk Barnaverndarstofu sem eftirlitsaðila hér.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica