Fréttir: júní 2008

Fyrirsagnalisti

18. júní 2008 : Heilsa og lífskjör skólanema

Háskólinn á Akureyrir kynnti í gær niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum.

16. júní 2008 : Næring ungbarna á 5 tungumálum

Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis sem snýr að næringu ungbarna á 5 tungumál. Um er að ræða bæklinginn Næring ungbarna.

13. júní 2008 : Fjölskyldan í fókus - Ljósmyndasamkeppni

Föstudaginn 6. júní 2008 hleypti SAMAN-hópurinn (www.samanhopurinn.is) sumar verkefni sínu af stokkunum. Það er ,,Fjölskyldan í fókus", ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins.

10. júní 2008 : Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 voru samþykktar á Alþingi þann 29. maí sl. Breytingarnar eiga við um rétt foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júní 2008 eða síðar. Breytingarnar tóku gildi 1. júní sl.

9. júní 2008 : Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar.

Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna landsins sem er bundin í alþjóðasamþykktir. Þann 2.júní síðastliðinn mættu á annað hundrað manns í KHÍ á stofnfund Rannsóknarstofu um skóla án aðgreiningar.

9. júní 2008 : Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum.

6. júní 2008 : Bæklingur um stefnumótun í áfengismálum

Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur gefið út bækling sem fjallar um stefnumótun í áfengismálum. Þar eru þjóðir hvattar til að móta sér stefnu í áfengismálum og bent er á aðgerðir sem sannreynt þykir að skili árangri til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis.

3. júní 2008 : Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna

Út er komið nýtt rit um reynslu og sýn ungmenna sem hafa reynslu af skilnaði foreldra sinna. Ritið ber titilinn Ungmenni og ættartengsl. Rannsókn um reynslu og sýn skilnaðarungmenna.

2. júní 2008 : Nýr kynningarbæklingur um embætti umboðsmanns barna

Út er kominn nýr kynningarbæklingur um embætti umboðsmanns barna. Í bæklingnum er í stuttu máli farið yfir hlutverk og eðli embættisins og stiklað á stóru um réttindi barna. Bæklingurinn er bæði ætlaður fyrir börn og fullorðna.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica