9. júní 2008

Ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum.

Nú hafa verið samþykkt á Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla ásamt nýjum lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í Vefriti menntamálaráðuneytisins, 5. júní 2008, er fjallað um þessi tímamót í menntamálum. Þar segir meðal annars:

Gert er ráð fyrir því að lögin um leikskóla, um grunnskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla taki gildi 1. júlí næstkomandi en lög um framhaldsskóla 1. ágúst næstkomandi. Á vegum menntamálaráðuneytis er hafin umfangsmikil vinna við innleiðingu laganna þar sem áfram verður haldið á þeirri braut að eiga sem best samráð við þá sem framkvæmd laganna varðar. Þar ber hæst vinna við setningu reglugerða við lögin og endurskoðun aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
 
Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda
Við fyrstu og aðra umræðu frumvarpsins voru lagðar til nokkrar breytingar er meðal annars leiddu af nýgerðum kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólakennara. Hægt er að kynna sér nánar álit menntamálanefndar um frumvarpið á heimasíðu Alþingis www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr="288.
 
Lög um leikskóla
Meðal þeirra breytinga sem Alþingi gerði á frumvarpinu var að gera ráð fyrir því að starfshættir leikskóla taki einnig mið af „kristinni arfleið íslenskrar menningar“. Þá voru gerðar breytingar er vörðuðu starfsfólk leikskóla og sérfræðiþjónustu. Hægt er að kynna sér nánar ítarlegt álit nefndarinnar á heimasíðu Alþingis:
www.althingi.is/altext/135/s/1011.html og einstakar breytingartillögur nefndarinnar:
www.althingi.is/altext/135/s/1012.html.
 
Lög um grunnskóla
Alþingi samþykkti einnig eftir ítarlega umfjöllun menntamálanefndar breytingar á frumvarpinu er vörðuðu meðal annars markmiðsgrein laganna með sama hætti og í lögunum um leikskóla. Einnig voru gerðar breytingar er vörðuðu starfsfólk grunnskóla, þar með talin ákvæði um endurmenntun, samsetningu skólaráðs með fullri þátttöku nemenda, sérfræðiþjónustu og nemendur með sérþarfir, auk breytinga á framsetningu einstakra greina. Hægt er að kynna sér nánar ítarlegt álit nefndarinnar á heimasíðu Alþingis:
 
Lög um framhaldsskóla
Við umfjöllun Alþingis voru samþykktar breytingar á frumvarpinu eftir ítarlega umfjöllun menntamálanefndar er vörðuð meðal annars hlutverk framhaldsskólans að stuðla að jafnrétti. Einnig var breytt ákvæðum um starfsfólk framhaldsskóla, um störf og starfshætti starfsgreinaráða og hlutverk nemendafélaga og framsetningu einstakra greina. Hægt er að kynna sér nánar ítarlegt álit nefndarinnar á heimasíðu Alþingis:
www.althingi.is/altext/135/s/1009.html og einstakar breytingartillögur nefndarinnar:
www.althingi.is/altext/135/s/1010.html.
 
Kynningar og innleiðing laganna
Á vegum menntamálaráðuneytis er hafin undirbúningur að kynningu og innleiðingu laganna. Stendur ráðuneytið fyrir Menntaþingi föstudaginn 12. september nk. þar sem lögin verða kynnt sérstaklega og fyrirhuguð framkvæmd þeirra en kynningarbréf verður sent fljótlega um þingið.
Á vefsíðunni www.nymenntastefna.is er hægt að nálgast frumvörpin í heild sinni og ýmislegt sem tengist lagavinnunni. Á næstunni verður unnt að nálgast upplýsingar um einstök atriði er varða undirbúning og kynningu við innleiðingu laganna og framkvæmd þeirra. Þegar er unnt að beina fyrirspurnum til ráðuneytisins í gegnum þann vef varðandi einstök atriði. 
Gert er ráð fyrir því að á vefsvæðinu verði meðal annars unnt að nálgast upplýsingar um kynningar og samráðsfundi, vinnu við setningu reglugerða í kjölfar setningar laganna, endurskoðun aðalnámskrár og áætlun um einstök stuðningsverkefni vegna innleiðingar laganna og framkvæmd þeirra.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica