18. júní 2008

Heilsa og lífskjör skólanema

Háskólinn á Akureyrir kynnti í gær niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum.

Háskólinn á Akureyri kynnti í dag niðurstöður úr alþjóðlegri könnun sem gerð hefur verið á heilsu og lífskjörum skólabarna á Vesturlöndum. Ríflega 200 þúsund nemendur tóku þátt en niðurstöðurnar sýna að íslensk skólabörn verða snemma sjálfstæð og þeim líður vel í skólanum en slysatíðnin er há.

Rannsóknin beinist að margvíslegum þáttum í lífi ungs fólks. Þar má nefna félagslegar aðstæður og tengsl við foreldra og vini, mataræði, hreyfingu og tómstundastarf. Einnig er sjónum beint að áhættuhegðun af ýmsu tagi meðal eldri nemenda, svo sem óábyrgri og hættulegri kynhegðun.

Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica